Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 57
HVOLPUR 215 veiðistöngina mína og loka dyrunum. Hvolpurinn hefur steingleymt misklíð okkar, ef misklíð skyldi kalla. Hann hringsnýst nokkrum sinn- um og reynir að glefsa í rófuna á sér, flaðrar upp um mig, gefur skó- reimunum mínum hýrt auga. Þú ert ekki langrækinn, það máttu eiga, þú þættir líklega mesti skussi í þingsölum, segi ég og sæki brauðbita handa þeim báðum, þakka þeim fyrir skemmtilega samverustund og minnist ekki á það framar að þeir hafi hljótt um sig. Því miður mætti ég ekki vera að því að skrafa við þá lengur að sinni, nú yrði ég að láta hendur standa fram úr ermum, smásagan, vinir mínir, þið skiljið. Ég er aftur kominn í vinnuskap og sezt við borðið hress í huga. En hvernig sem á því kann að standa tel ég ráðlegra að lesa þau blöð sem ég hef þegar skrifað, áður en ég tek upp þráðinn þar sem frá var horf- ið. Mér bregður ónotalega í brún. Þetta er allt svo þyrrkingslegt og líf- vana, að mér finnst ég vera að lesa skýrslu um eitthvert fjarlægt efni, veðurathuganir á Suðurpólnum, landskjálftamælingar í Venezúela. Hvergi bólar á liprum eða fjörlegum setningum, orðin líkjast afvelta flugum, pilturinn er eins og rykfallin beinagrind á náttúrugripasafni, stúlkan eins og tuskubrúða á miðilsfundi. Drottinn minn góður! — hvað eiga þessi ósköp skylt við vandamál nútímans? Ég svitna af blygð- un, böggla blöðin saman, fleygi þeim út í skot og afræð að fitja upp á sögunni í annað sinn. Þegar skuggi bæjarburstanna nemur við vatnsbakkann og háfætt þerrifiðrildi príla á rúðunum eins og fjallagarpar, fer ég út til að viðra mig um stund í blessaðri kvöldblíðunni. Ég tel mér trú um að ég hafi lok- ið viðunanlegu dagsverki, og mér þykir gott að koma aftur undir bert loft. Allt er rótt, hvolpurinn hvergi sjáanlegur, haninn hættur að gala. Ég reika drjúgan spöl meðfram vatninu og kemst ekki hjá því að sjá nokkra silunga vaka. Veiðimennirnir eru að róa að landi. Ég staldra við og kasta á þá kveðju, fagurt veður í dag, segi ég, hvort þeir hafi orðið varir? Ojá, það er ekki laust við það! svara þeir hróðugir, draga bátana á land og benda mér á aflann, tuttugu eða þrjátíu bleikjur sem Ijóma eins og silfur og gull, og einn stórdropóttan urriða, sennilega ellefu punda mola. Þetta eru mestu sómadrengir, hraustir og kátir, alúðin sjálf og greinagóðir í betra lagi, þó að þeir hafi kannski aldrei látið vandamál nútímans halda fyrir sér vöku. Þeir eru áhugasamir fiski-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.