Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 60
218
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Mikil hörmung er að sjá þetta! segi ég. Ertu nú farinn að háma í þig
gras afglapinn þinn! Þér verður illt í maganum! Þú færð hræðilega
kveisu!
Eg sussa á hann, skipa honum að hætta, steyti framan í hann hnef-
ann og ógna honum með pípunni minni. En hvolpurinn verður ekki
vitund skömmustulegur, leggst hvorki í duftið né mænir á mig hrædd-
ur og auðmjúkur eins og í gær. Það er bersýnilegt að hann ber öngva
virðingu lengur fyrir umvöndunum mínum, en þó lætur hann tilleiðast
að slefa út úr sér nokkrum stráum og reynir auðvitað að fá mig til að
klappa sér í staðinn. Skelfing er feldurinn á honum mjúkur! Og skelf-
ing er hann allur þjáll og kvikur þessi litli skrokkur, þessi ferfætta
veröld bjartsýni, kæti og síólgandi lífsorku!
Ég sting pípunni í vasann og held yfir honum dálítinn ræðustúf eins
og í gær. Þú ert elskuleg skepna hvuti minn, segi ég, og þarft hvorki
að taka inn elixír frá Kierkegaard né Sartre til þess að sætta þig við
himin og jörð. Taugakerfi þitt er mjög fullkomið, heyrnin frábær og
þefvísin áþekkust galdri, auk þess sem slefukirtlarnir uppi i kjaftinum
á þér munu vera öldungis undursamleg líffæri. Ég veit ekki hvort þú
trúir mér, en samt er það satt, að nákvæmar rannsóknir vísindamanna
á slefukirtlum i hundum eru í þann veginn að ráða þá gátu sem nefnd
hefur verið sál. Það vantar aðeins herzlumuninn. Ef ég væri vísinda-
maður og legði stund á viðbragðsfræði, mundi ég sennilega fara með
þig á tilraunastofu, gata á þér kjammana, rannsaka í þér slefuna árum
saman, skera úr þér lifandi hálfan heilann og hrella þig á ýmsa lund, til
þess að öðlast gleggri skilning á mannlegri hegðun. Þú ert heppinn lagsi,
að ég skuli vera sauðmeinlaus prófarkalesari, sem skrifar sögur í hjá-
verkum og þykir gaman að veiða silung. Ég hef einungis kynnt mér með
ærinni fyrirhöfn nokkur rit um hundaslefurannsóknir, því að einhvers-
staðar sá ég á prenti, að framvegis verði höfundar að grundvalla skáld-
sögur sínar á viðbragðsfræðum, ef þær eigi ekki að teljast úreltar.
Hvolpurinn horfir á mig þegjandi og er allt í einu orðinn fjarska
grallaralegur á svip, eins og hann sé að því kominn að skella upp úr.
Það er öngvu líkara en hann efist um sannleiksgildi orða minna, eða
dragi beinlínis dár að þessum gagnmerku kenningum. Ég ókyrrist all-
ur, stend á fætur og býðst til að gera á honum fáeinar meinlausar til-
raunir, svo að honum megi verða ljóst að vísindaleg þekking mín læt-