Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 60
218 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Mikil hörmung er að sjá þetta! segi ég. Ertu nú farinn að háma í þig gras afglapinn þinn! Þér verður illt í maganum! Þú færð hræðilega kveisu! Eg sussa á hann, skipa honum að hætta, steyti framan í hann hnef- ann og ógna honum með pípunni minni. En hvolpurinn verður ekki vitund skömmustulegur, leggst hvorki í duftið né mænir á mig hrædd- ur og auðmjúkur eins og í gær. Það er bersýnilegt að hann ber öngva virðingu lengur fyrir umvöndunum mínum, en þó lætur hann tilleiðast að slefa út úr sér nokkrum stráum og reynir auðvitað að fá mig til að klappa sér í staðinn. Skelfing er feldurinn á honum mjúkur! Og skelf- ing er hann allur þjáll og kvikur þessi litli skrokkur, þessi ferfætta veröld bjartsýni, kæti og síólgandi lífsorku! Ég sting pípunni í vasann og held yfir honum dálítinn ræðustúf eins og í gær. Þú ert elskuleg skepna hvuti minn, segi ég, og þarft hvorki að taka inn elixír frá Kierkegaard né Sartre til þess að sætta þig við himin og jörð. Taugakerfi þitt er mjög fullkomið, heyrnin frábær og þefvísin áþekkust galdri, auk þess sem slefukirtlarnir uppi i kjaftinum á þér munu vera öldungis undursamleg líffæri. Ég veit ekki hvort þú trúir mér, en samt er það satt, að nákvæmar rannsóknir vísindamanna á slefukirtlum i hundum eru í þann veginn að ráða þá gátu sem nefnd hefur verið sál. Það vantar aðeins herzlumuninn. Ef ég væri vísinda- maður og legði stund á viðbragðsfræði, mundi ég sennilega fara með þig á tilraunastofu, gata á þér kjammana, rannsaka í þér slefuna árum saman, skera úr þér lifandi hálfan heilann og hrella þig á ýmsa lund, til þess að öðlast gleggri skilning á mannlegri hegðun. Þú ert heppinn lagsi, að ég skuli vera sauðmeinlaus prófarkalesari, sem skrifar sögur í hjá- verkum og þykir gaman að veiða silung. Ég hef einungis kynnt mér með ærinni fyrirhöfn nokkur rit um hundaslefurannsóknir, því að einhvers- staðar sá ég á prenti, að framvegis verði höfundar að grundvalla skáld- sögur sínar á viðbragðsfræðum, ef þær eigi ekki að teljast úreltar. Hvolpurinn horfir á mig þegjandi og er allt í einu orðinn fjarska grallaralegur á svip, eins og hann sé að því kominn að skella upp úr. Það er öngvu líkara en hann efist um sannleiksgildi orða minna, eða dragi beinlínis dár að þessum gagnmerku kenningum. Ég ókyrrist all- ur, stend á fætur og býðst til að gera á honum fáeinar meinlausar til- raunir, svo að honum megi verða ljóst að vísindaleg þekking mín læt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.