Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 67
HVOLPUR
225
stélþjóöinni eða skekur kambinn eins og morðvopn og lýsir yfir því,
að hann sé til alls búinn, ef einhver dirfist að bera brigður á rétt hans
til að éta frá öðrum. Og hvernig sem hann fettir sig og reigir, þá
tekst honum ekki að kveða niður viðsjárverðan kurr í liði sínu, stél-
þjóðin man eftir æfintýri hans í forinni og ber ekki lengur takmarka-
lausa lotningu fyrir honum — nema tvær hænur, ef hænur skyldi kalla,
Sala og Dula: þær hneigja sig auðmjúklega og gagga jafnvel hærra en
áður um tíguleik og dýrð lýðræðisbóndans.
Síðan eru þessir fáu dagar liðnir, þessir björtu sólmánaðardagar,
lifrauð kvöldský bærast fyrir hægum andvara, á morgun fer ég suður.
Pilturinn og stúlkan hafa kvatt mig og lofað að sækja mig heim ein-
hverntíma síðar, en samvinnu okkar er lokið í bili, við vorum rétt í
þessu að botna söguna. Mér er orðið svo hlýtt til þeirra, þrátt fyrir
nokkurn ágreining um málfar og frásagnarhátt, að ég sakna þeirra og
held áfram að hugsa um þau meðan fjöllin handan vatnsins roðna og
himinhvolfið sindrar og logar. Fá þau að lifa í friði, eða verða þau
kannski drepin? segi ég við sjálfan mig — og get ekki svarað þessari
spurningu, sem ekki er von, það getur enginn nema ókomin tíð. Ég vil
ekki bíða þess að dapurleiki sæki á mig, svo að ég hraða mér út, reika
stundarkorn um holt og móa, geng upp á melinn og horfi á ljósberann.
Þegar ég er aftur innan fjögra veggja tek ég söguna af borðinu, sezt
við gluggann og les hana í fyrsta skifti frá upphafi til enda.
Mér bregður í brún. Ég vissi mætavel að þetta sögukorn um vanda-
mál nútímans var orðið harla ólíkt því verki, sem ég hafði búið mig
undir um langt skeið og kviðið fyrir að skrifa. En samt sem áður rek
ég upp stór augu, slæ á lærið og segi hvert í hoppandi. Ég hef til dæm-
is gleymt að notfæra mér minnisblöðin sem ég kom með að sunnan;
úrelt orð eins og sál og ást blasa við á nokkrum stöðum; viðbragðs-
fræðilegar setningar sjást varla; skrýtnar aukapersónur, gráflekkóttur
hvolpangi og hani nokkur ættaður að vestan, hafa lagt undir sig marg-
ar blaðsíður, þar sem merkum bölsýnishöfundum hefði verið leikur
einn að koma fyrir portlífiskarli, skækju og kynvillingi; auk þess hef
ég ekki getað stillt mig um að minnast á silungsveiðar.
Hitt veldur þó mestu um svip sögunnar, að pilturinn er alls ekki of-
antekinn heimspekingur með feigðarglampa í augum, heldur hraustur
og glaðvær verkamaður, nýkvæntur fjallmyndarlegri stúlku, — hann
Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1950 15