Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 68
226
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mundi fara að hlæja, ef ég spyrði hann í einrúmi, hvort það hefði
aldrei hvarflað að honum að stytta sér aldur. Eg efast um að þau hafi
heyrt Sören heitinn Kierkegaard nefndan, og hvorugt þeirra á í neinu
sálarstríði út af tilgangsleysi lífsins, heldur eru áhyggjur þeirra nauða
hversdagslegar: dýrtíð, húsnæðisvandræði, slæmar atvinnuhorfur,
heimskulegt framferði nokkurra stjórnmálamanna. Pilturinn hefur á-
unnið sér traust starfsbræðra sinna og verið kjörinn ritari í félaginu
þeirra; hann talar ærið kuldalega um ráðherra landsins, og stúlkan
hans tekur í sama streng, þessi fjallmyndarlega stúlka sem hefur aldrei
lesið hækur um ónáttúru eftir existentíalista á Signubökkum. Hvar
endar hún svo, sagan sú arna, hvar nema í kálgarðsholu sem ungu
hjónin hafa sjálf gert úr óræktarbletti framan við heimili þeirra á jörð-
inni, ryðgaðan hermannaskála. Þau eru ekki aðeins húin að sá gul-
rófnafræi og setja niður kartöflur, heldur hlúa að nokkrum blómum
og trjáplöntum í einu horni garðsins. Hendurnar á þeim eru ekki flekk-
aðar, heldur moldugar. Og stúlkan er hvorki vitskert né taugaveikluð,
heldur ólétt, það er farið að sjá á henni, maður guðs og lifandi! —
hún ætlar að sauma sér hempuvíðan kjól á morgun.
Þau tóku af mér ráðin, segi ég við sjálfan mig. Og hvolpurinn —
þessi gráflekkótti hvolpangi sem vildi ekki hlusta á umvandanir mínar,
hann kom því til leiðar, að mér varð undarlega bjart fyrir hugskots-
sjónum.
Að svo mæltu legg ég frá mér handritið og horfi út um gluggann.
Kvöldroðinn dofnar, fölblá lágnættishula sveipar fjöllin handan vatns-
ins, blóm og fiðrildi sofa. Hvernig sem á því kann að standa, þá er ég
orðinn svo blessunarlega sáttur við lífið, sáttur við himin og jörð.