Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 83
HARMKÍMIN ÞJÓÐ
241
sinni í fyrndinni var vondur ráðherra hér á íslandi. Hann leyfði vold-
uðri þjóð, sem var að búa sig út í það að drepa aðrar þjóðir, að hafa
herstöðvar hér á landi, hvar sem hún vildi, og sagði, að það gerði
ekkert til, þó að allir íslendingar yrðu drepnir. En þá bregður svo við,
að manninum finnst alltaf, hvernig sem á stendur og hvar sem hann er
staddur, að hann vera umkringdur af mannfjölda, þar sem allir hrópa
einum munni: „Drepum, drepum! Grýtum, grýtum! Síðan er þetta
haft svona að orðtæki." — Þá segir litli bróðir: „En af hverju heyrð-
ist manninum svona, amma?“ — Og amma svarar: „Hann hefur auð-
vitað bilazt, auminginn. Og það var heldur engin mótvon. Þetta var
ekki svo fallegt, sem hann var búinn að gera.“
Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1950
16