Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 84
JÓN ÚR V Ö R :
m •• i iV*
Ivo kvæoi
FEGURÐ FJALLANNA
Minnist ekki á himinblámann og heiSríkju, jöklanna,
þaS vorum viS, sem lögSum veginn upp að Hveravöllum
og reistum sœluhúsið í Arskarði við Kerlingarjjöll.
Eitt hundraS og fjórtán dœgur, dögg eða hrímaðir skór við tjaldskör,
hajragrautur og saltfiskur, rágbrauð og súrt smjörlíki,
og bláir jakarnir sigldu í brimi sóldýrðar Hvítárvatn.
Þá var barizt á Spáni og engin Ameríka til,
nema hóstandi Gamliford yjir háljruddar auðnirnar
með nýmjólk jjórtánda hvern dag.
Sex ungir menn með haka og skójlur,
endalausir dagarnir eins og rigningin og steinarnir
og moldin og margtuggin jyndnin,
og sumarið drattaðist ájram með sexhundruð krónur uppá veturinn.
Sál, þá áttum við enga sál.
Minnist þess, heiðruðu vegjarendur,
sem akið í nýjum bílum þessa yndisjögru leið.
... Nei, það segi ég engum ...
en eitt kvöldið, einn aj þessum dásamlegu kyrru sunnudögum,
þegar sólin skín yjir jóklana
og allur saltfiskur er genginn til þurrðar og rúgbrauðið og kartöjlurnar,
þá læðast nokkrir skegglausir útilegumenn
um leynistigu rauðra hraunásanna við heiðarvatnið
með hakasköft að vopni ...
og hálslöng svanahjón, sem ugga ekki að sér
í jjaðraleysi og sárum.
\