Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 85
TVO KVÆÐI
Ég drap þau, ekki sjálfur, en ég var meS í förinni,
kreppti fingur um hakaskaftiS,
og ég át. Ég át þann dag
fegurS fjallanna, rómantík skáldanna,
soSna í Eyvindarhver.
ÞURRKUR
0, bjartir eru draumar kotapiltsins
í glöSu sólskini jánídagsins,
ó, bjartir eins og ilmandi saltfiskur
á heitum steinunum,
þegar fjórar stundir eru milli breiSsIu og samantekningar,
ef ekki gerir skúr.
Gamlar konur meS köflóttar svuntur,
og Ijósar hyrnur á höfSinu,
rosknir karlar, sem mylja klútinn sinn,
taka í nefiS og spauga.
Ungar stúlkur, sem fjötra bylgjur hársins
meS litríkum borSum úr silki,
strákar, sem ganga meS laust hálsmáliS
og ermalausar skyrtur svo hnyklar vöSvanna sjást,
þegar þeir haja mikiS á börunum.
Og hrajninn flýgur krunkandi
yfir fiskþakta reitina
og finnur hvergi stein
til aS brýna viS gogg sinn.