Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 87
Friðardújan á flugi
Ný teikning eftir Picasso, tileinkuð II. heimsfriðarþinginu
arins krefjast þess að Öryggisráðið, skipað fullgildum fulltrúum stórveldanna
fimm, beiti sér þegar fyrir friðsamlegri lausn deilunnar, með því að hlýða á mál-
flutning beggja deiluaðila.
Verjendur friðarins krefjast banns við öllum áróðri fyrir stríði, í sérhverju
landi.
Vér hvetjum allt friðelskandi fólk um víða veröld til þess að ræða tillögur þess-
ar á fjöldafundum og kjósa fulltrúa til þess að flytja mál sitt á II. heimsfriðar-
þinginu.
Vér skorum á alla stjórnmálaflokka, öll fagfélög, menningarfélög, verklýðsfélög,
trúarbragðafélög, konur og æskulýð, allt fólk sem lætur sig heimsfriðinn einhverju
varða, að taka höndum saman um framkvæmd þessara verkefna, án tillits til
pólitískra, trúarlegra eða heimspekilegra skoðana.
Vér gerum oss grein fyrir þeim mikla styrk sem stendur á bak við samtök þau
sem myndazt hafa um Stokkhólmsávarpið — samtök sem eiga fyrir sér að vaxa og
þróast. Vér höfum séð hversu árangursrík barátta vor hefur verið fram að þessu.
Byrjunin hefur tekizt vel, og framhaldið getur fært og verður að færa þjóðunum
þann varanlega frið sem þær þrá.
Sá friður næst eigi með vopnavaldi. Hann næst aðeins með stórfelldum, sam-
stilltum aðgerðum karla og kvenna, sem með góðum vilja ná að tryggja skynsem-
inni og réttlætinu sigur.
Framkvœmdanefnd heimsfriðarhreyfingarinnar.
F. Joliot-Curie.