Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 88
OLAV DUUN:
Tvær nætur
Hann Óli gamli á Norðurbergi liggur á sóttarsæng og er að dauða
kominn. Fyrir hálfum mánuði síðan hefur hann Iagt upp laupana, gam-
all og saddur lífdaga, en er þó tórandi enn, liggur í rúmi sínu og starir
fram undan sér yfir fótagafl sængurinnar og fálmar eftir einhverju með
stórum, hnúaberum höndum. Elzti sonurinn og kona hans vimsast
kringum sjúkrabeðinn, og yngstu dæturnar tvær eru komnar lieim til
að stunda föður sinn. Þær líta hvor á aðra eins og í vafa um, hvað úr
þessu ætli að verða. Hann hefur aldrei verið sérlega harður á sprett-
inum, hann Óli á Norðurbergi, en þeim mun vissari og traustari í rás-
inni. Læknirinn hefur þegar vitjað hans og gefið sín fyrirmæli. Og inn-
an stundar er von á prestinum.
Það er eitthvað að vefjast fyrir honum — eitthvað, sem hann þarf að
segja eða gera, áður en hann skilur við. Það hefur leitað á hann hvað
eftir annað, en runnið út í óminnið jafnharðan. Nú er hann einmitt að
berjast við að koma því fyrir sig. Bara að hann gæti náð tökum á því.
.... Það er síðkveld, myrkt og hljótt úti og inni. Hann situr inni i
stofu eftir kvöldmatinn — ja, stofan sú er að vísu ekki lengur við lýði;
hann situr og tottar pípu sína. En það er engu líkara en að myrkrið og
kyrrðin úti togi í hann. Með vaxandi uppgjafarkennd finnur hann svo
greinilega, hvernig þetta togar og togar. Og þegar hitt fólkið er gengið
til náða, tekur hann hatt sinn og snarast út. Hann ætlar að minnsta
kosti að fá sér ferskt loft. Sjöstirnið glampar í norðaustri; það er eins
og það teikni tölustafi á festinguna, heiða og blásvarta, en allt í kring
standa skörðóttir skógamúrar og fjöll og hlusta. Hann gengur beint af
augum yfir túnið og svo niður Stórteiginn. Þarna verður lækurinn á
leið hans, — ekki svo sem hann hlammi sér ofan í, þrátt fyrir myrkrið,
nei ónei, hann ætti nú að þekkja sig hérna, á sinni eigin jörð. Og síðan