Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 90
248
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
— Þú kannast þó líklega við mig, hvíslar hann og lýtur niður að
henni.
— Hamingjan hjálpi mér! segir hún. — Ert það þú!
Nú er smalapilturinn vaknaður, hann geispar handan úr myrkrinu,
en bærir að öðru leyti ekki á sér.
Nú verður þokuhaft á leið hans, drjúgur spölur í grárri þoku. Hann
liggur undir feldinum, hann er að basla við að ná arminum hennar
undir höfuð sér. Þau hafa verið lítið eitt ósátt, en nú er ekkert missætti
með þeim lengur. Niðri í stofunni tekur klukkan að slá, og þeim verður
báðum bilt við. Og einhvers staðar heyrist tifað og tifað, endalaust
veikt hjakk eins og höggið væri örsmárri öxi.------0, hún er svo hlý
og góð, það er svo heitt, svo heitt-------
— Er þér of heitt, pabbi minn? spyr dóttirin, lútandi yfir hann.
Hann reynir að kinka kolli, og hún losar lítið eitt um ábreiðuna. Og
varir gamla mannsins halda áfram að tauta.
.... — Nú verður þú að fara, segir hún. En hún vill nú samt ekki
að hann fari. Það liggur svo vel á henni, og hún veit ekki sjálf, hvernig
hún á að vera nógu góð við hann. — Að það skuli vera þú .... það
liggur við að orðin hljómi eins og kveinstafir.
Og svo er hann aftur á heimleið. Austurloftið er tekið að grána, sjö-
stirnið er nú í suðaustri og skín dauflega, en morgunkaldinn ofan úr
skarðinu er svalandi hress og notalegur og sönglar lystilega við trjá-
toppana. Hann er ekkert að flýta sér, hann Óli á Norðurbergi; hann
veit ekki upp á sig neina skömm. Hann staldrar við góða stund uppi á
teignum. En það vildi hann sagt hafa hinum strákunum í sveitinni, að
til þessarar stúlku eiga þeir ekkert erindi framar. Og gervilegri stúlku
eiga þeir nú eftir að sýna honum í þessu byggðarlagi.-----
Hóstinn er aftur tekinn að pína gamla manninn. Hérna liggur hann
og á að deyja, rennur honum í hug, en gleymir því jafnskjótt.
.... En nú er það önnur nótt, sem hann særir fram úr geymd minn-
inganna. Hún bíður hans utan dyra, svo mánabjört og djúp, nú má
hann til að sinna kalli hennar. Það hvarflar að honum hrollkenndur
geigur, þegar hann kemur út á hlaðið: í nótt verður hann að fá að vita
vissu sína. Hún verður að gefa ákveðin svör, svo enginn vafi geti á
leikið. Hann Óli Hansson á Norðurbergi er ekki þess háttar maður, að
hann geri sér að góðu að velkjast milli vonar og ótta og vita hvorki af