Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 92
250 TlMARIT MÁLS OG MENNINGAR lim. En honum líður vel, það er næstum nautn að því að standa þarna og bíða. Þar laumast hann loks út úr dyrunum á Suðurgarði. Hann ívar. Hann staldrar við stundarkorn og litast um, svo tekur hann stefnuna hingað. Það fer ekki mikið fyrir honum á brautinni svona álengdar, en stækkar eftir því sem hann kemur nær. Nú tekur hann víst eftir því, að hér er annar fyrir, nú hikar hann og veit ekki, hvað til bragðs skuli taka. Það er auðséð, að hann herðir upp hugann, skýtur upp öxlunum og skálmar drjúgum. Nú er eins og hann hægi á sér aftur, skrefin verða einhvern veginn fálmkennd; hann er víst farinn að bera kennsl á mann- inn. Samt heldur hann áfram. Óli á Norðurbergi stendur á brautinni miðri og starir á hann. Hver vöðvi í líkama hans er þaninn, en í kollinum er hann svo ósegjanlega skrýtinn, innra með honurn er eins og ólgi kvika nístandi ísloga, -—- uggvæn kennd og ólýsanleg . . . Að mæta honum nú verður ekki á hvers manns færi. ívar mannar sig upp og býður gott kvöld. Óli hreyfir sig ekki og hef- ur ekki af honum augun. Hann ætlar að komast fram hjá, en Óli víkur í veg fyrir hann. — Hvað á þetta að þýða? spyr hann með augun niðri í brautinni, víkur á aðra hlið og vill komast áfram. Óli tekur langt skref og er aftur beint frammi fyrir honum. Þá lítur hann upp, undrandi og alsaklaus — þjófur frá innstu sálarfylgsnum út í augnalokin, sem hann deplar og deplar í sífellu. Nú hörfar hann undan. Óli fylgir fast eftir, og hann víkur aftur á bak, skref fyrir skref. Þjófsaugun skopra út á hlið, ofan í brautarskurðinn, hvima svo upp á hann aftur. Einstaka búk- hljóð brýzt upp um kverkar honum, hann er ekki margar merkurnar núna. Þetta er viðureign upp á líf og dauða, og fáir hafa þreytt hana harðari. Allt í einu hendist hann yfir skurðinn og leitar til skógar. En Óli hefur löngu séð, hvað hann ætlar sér, og er kominn yfir í einu vetfangi. Þetta var nú eins og að komast á bragðið. Hann læsir krumlunum í hnakkadrambið á Ivari og keyrir hann niður í snjóinn, nýr andlitinu á honurn niður í skarann. Nú biðst ívar vægðar, en það hefði hann betur látið ógert; þjófsröddina þolir hinn sízt af öllu. Hann þrífur í treyju- kragann hans annarri hendi, hinni í bakhlutann á buxunum, hefur hann á loft og keyrir niður í gaddinn af afli, svo dunkar í skrokknum; einu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.