Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 92
250
TlMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lim. En honum líður vel, það er næstum nautn að því að standa þarna
og bíða.
Þar laumast hann loks út úr dyrunum á Suðurgarði. Hann ívar.
Hann staldrar við stundarkorn og litast um, svo tekur hann stefnuna
hingað. Það fer ekki mikið fyrir honum á brautinni svona álengdar, en
stækkar eftir því sem hann kemur nær. Nú tekur hann víst eftir því, að
hér er annar fyrir, nú hikar hann og veit ekki, hvað til bragðs skuli
taka. Það er auðséð, að hann herðir upp hugann, skýtur upp öxlunum
og skálmar drjúgum. Nú er eins og hann hægi á sér aftur, skrefin verða
einhvern veginn fálmkennd; hann er víst farinn að bera kennsl á mann-
inn. Samt heldur hann áfram.
Óli á Norðurbergi stendur á brautinni miðri og starir á hann. Hver
vöðvi í líkama hans er þaninn, en í kollinum er hann svo ósegjanlega
skrýtinn, innra með honurn er eins og ólgi kvika nístandi ísloga, -—-
uggvæn kennd og ólýsanleg . . . Að mæta honum nú verður ekki á hvers
manns færi.
ívar mannar sig upp og býður gott kvöld. Óli hreyfir sig ekki og hef-
ur ekki af honum augun. Hann ætlar að komast fram hjá, en Óli víkur
í veg fyrir hann. — Hvað á þetta að þýða? spyr hann með augun niðri
í brautinni, víkur á aðra hlið og vill komast áfram. Óli tekur langt skref
og er aftur beint frammi fyrir honum. Þá lítur hann upp, undrandi og
alsaklaus — þjófur frá innstu sálarfylgsnum út í augnalokin, sem hann
deplar og deplar í sífellu. Nú hörfar hann undan. Óli fylgir fast eftir,
og hann víkur aftur á bak, skref fyrir skref. Þjófsaugun skopra út á
hlið, ofan í brautarskurðinn, hvima svo upp á hann aftur. Einstaka búk-
hljóð brýzt upp um kverkar honum, hann er ekki margar merkurnar
núna. Þetta er viðureign upp á líf og dauða, og fáir hafa þreytt hana
harðari.
Allt í einu hendist hann yfir skurðinn og leitar til skógar. En Óli
hefur löngu séð, hvað hann ætlar sér, og er kominn yfir í einu vetfangi.
Þetta var nú eins og að komast á bragðið. Hann læsir krumlunum í
hnakkadrambið á Ivari og keyrir hann niður í snjóinn, nýr andlitinu á
honurn niður í skarann. Nú biðst ívar vægðar, en það hefði hann betur
látið ógert; þjófsröddina þolir hinn sízt af öllu. Hann þrífur í treyju-
kragann hans annarri hendi, hinni í bakhlutann á buxunum, hefur hann
á loft og keyrir niður í gaddinn af afli, svo dunkar í skrokknum; einu