Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 98
256 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR inn varð djöfullega grænn og skin hans. Ég gat ekki sagt sjálfum mér hvað litur sá ætti að heita sem var á kirkjunni, ég hafði aldrei séð hann áður. Það var einhver litur sem var jafnmikið mótmæli við rauðu sem grænu og jafnframt eins mikið samþykki við hvortveggju, að minnsta kosti þannig að enginn annar litur var hugsanlegur, en ég hafði aldrei séð hann áður. Þetta var allt djöfullegt. Ég vissi af hugsun að þetta var djöfullegt, ég ályktaði svo með rökleiðslu en ég fann það ekki því að tilfinningar mínar voru ekki lengur, skynjun mín var dofin, ég gat ekki lengur fundið til sársauka né hryllings. Ég nam nú allt eins og hlut- laus áhorfandi að lífi annars manns. Eins og vísindamaður að rannsaka öndunarstarfsemi mímósu eða túnfífils. Svo heyrði ég klukknahljóm. Hann var ekki djúpur og friðandi. Hann var eins og neyðaróp. Það var eins og kólfurinn reyndi að flýja út úr fangelsi sínu þegar hann skall á órjúfandi málmhjúp sínum og hljómur hans væri sársaukaóp, neyðaróp, þrá hans eftir sólinni og blómunum þar sem hann var innibyrgður í gráum málmklefa í frosti. Eilítið undrandi eftir því sem geðhrif utan við hlutlausa athugun voru hugsanleg stund þessa leit ég upp, spyrjandi: hverju má þetta sæta. Þá sá ég að utan á spírulausum turninum sem var hlaðinn úr stórum til- höggnum steinum hékk ógnarstórt hjarta sem var um fjórar fimm mannhæðir á lengd en í réttum hlutföllum innbyrðis miðað við manns- hjarta og það slóst í sífellu við turninn og klukknahljómurinn stafaði þaðan. Þá þreifaði ég á brjósti mínu og fann að þar sem hjarta mitt hafði verið var stórt gat í gegn svo að ég gat stungið hendi minni í gegn og veifað út um bakið við glottandi líki mánans. Haha, hugsaði ég kalt og hlutlaust, í mesta lagi með örlítilli illgirni. Svo gekk ég inn í kirkjuna; hún var tóm, engir bekkir, ekkert altari, engar myndir, alls ekki neitt. Hún var eins og bygging í smíðum, aðeins grindin reist. Ekkert inni. Engir gluggar voru. Það lýsti aðeins af mér. Það lýsti grænu því að ég hafði orðið grænn af skini mánans. Það var eins og ég hefði verið borinn fosfór. Annars var koldimmt inni í kirkj- unni. Ég heyrði veikan klukkuhlj óminn utan að. Ég gekk um og virti fyrir mér tóma kirkjuna og kalda veggi hennar í grænu skininu af sjálfum mér. En smám saman dofnaði hið græna skin og dó út. Jafn- framt dó klukkuhljómurinn. Svo var niðamyrkur og þögn. Þegar ég ætlaði að þreifa á sjálfum mér fann ég að ég var ekki lengur. Og þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.