Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 104
262 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ritsins og sögu þess. Þegar traustur grundvöllur er fenginn í slíkri út- gáfu geta aðrir fræðimenn tekið við og varpað ljósi á ýmsa fleti ritsins, stíl þess, uppistöður, bókmenntalega afstöðu o. s. frv. Þessi starfsemi kemur ekki handritasafninu við, heldur má leysa hana af hendi hvar sem er, þar sem til er nauðsynlegur bókakostur. Það er ekki rétt sem stundum hefur verið haldið fram að girt væri fyrir allar rannsóknir á íslenzkum bókmenntum ef handritunum yrði skilað. * Það er engin tilviljun að útgáfa íslenzkra handrita hefur orðið íslenzk sérgrein síðustu áratugina ennþá fremur en áður var, heldur er það ná- tengt almennri þróun síðustu ára. Fyrir 50—100 árum var hin forna tunga og bókmenntir íslendinga sjálfsögð aðalgrein í menntun sérhvers norræns málfræðings, bæði hér í landi og annars staðar. Tungan var kölluð „fornnorræna“ (old- nordisk) og var talin hin sama og hið samnorræna frummál sem danska og sænska væru einnig frá runnin. Við vitum nú að þetta er rangt, en nokkuð er samt til í því: elzta íslenzka stendur á mjög gömlu máls- stigi, og því má telja að hún standi nærri hinu sameiginlega frunnnáli sem gert er ráð fyrir. En smám saman hefur norræn málfræði fært úr kvíarnar í allar átt- ir. í Danmörku hafa menn lagt megináherzlu á forndönsku og ný- danska málfræði. Mállýzkum og örnefnum hefur verið bætt við rann- sóknarsviðið, og þar hafa komið í ljós óþrjótandi verkefni. Rannsókn- ir á bókmenntum þjóðarinnar hafa tekið stórstígum framförum. Dansk- ur málfræðingur mun að sjálfsögðu framar öllu laðast að einhverri þessara fræðigreina, en íslenzka verður honum framandi og fjarlæg. Islenzkan hefur alls staðar verið á stöðugu undanhaldi. „Fornnor- ræna“ er afnumin sem kennslugrein í menntaskólum, og söknuðu henn- ar víst fáir. A háskólanum hefur kosti hennar verið þröngt í hvert sinn sem reglurnar um kennarapróf hafa verið endurskoðaðar. Stúdentarn- ir hafa litlar mætur á henni, því að þeir hugsa eins og eðlilegt er um framtíðarstarf sitt í skólunum. Allt þetta verður ekki talið annað en eðlileg þróun, sem á rök sín í því að hinar nýju þjóðlegu fræðigreinar leita æ fastar á og þarfnast stöðugt nýrra starfskrafta. Samfara því að íslenzk fræði urðu þannig æ meir að hornreku í Dan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.