Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Qupperneq 105
ÁRNASAFN OG VÍSINDIN
263
mörku, hafa vísindastörf íslendinga, sem einmitt einbeita sér að þessum
rannsóknum, tekið sívaxandi þroska. Fulltrúar þeirra eru ekki lengur
fáeinir útfluttir lærdómsmenn í Kaupmannahöfn, heldur er nú heim-
kynni þeirra í landinu sjálfu. Við Háskófa Islands starfa nú sjö pró-
fessorar og dósentar í íslenzkri málfræði, bókmenntum og sögu. Á móti
þeim hefur Kaupmannahafnarháskóli einn mann. Við Háskóla íslands
ganga margir kandídatar undir próf í þessum greinum á hverju ári. I
Danmörku er það með fátíðari viðburðum að kandídat gangi undir
meistarapróf í norrænni málfræði með kjörsvið úr vestur-norrænu (þ. e.
norsk-íslenzku).
Þegar svo er komið hlýtur röksemdin um alþjóðlegan anda og eðli
vísindanna að snúast íslandi í hag. Því að sé litið á vísindin alþjóðleg-
um augum, óblinduðum af öllum þjóðlegum hleypidómum, hlýtur það
einmitt að vera ávinningur að hver þjóð fái í sinn hlut þau verkefni
sem hún hefur sérstök skilyrði til að leysa af hendi. Sé það skynsamlegt
að unnið sé framar öllu í Danmörku að danskri fornfræði, dönskum
bókmenntum, dönskum mállýzkum, hlýtur það að vera eins skynsamlegt
að íslenzk tunga og bókmenntir séu framar öllu rannsakaðar á íslandi.
¥
Eftirfarandi þrjú félög og stofnanir hafa einkum kostað útgáfur ís-
lenzkra rita í Kaupmannahöfn:
1. Sjóður Árna Magnússonar, þ. e. eignir þær sem stofnandi Árna-
safns gaf með erfðaskrá sinni til útgáfu handritanna í safninu. Ársvext-
ir þeirra eru rúmlega 3000 kr., en af þeim rennur þriðjungur til styrk-
þega. Fyrir hinar 2000 krónurnar var fyrir hérumbil 20 árum hægt
að prenta eitthvað um 10 arkir á ári; eftir núverandi verðlagi er hægt
að gefa út hérumbil 4 arkir, það er að segja í raun réttri alls ekki neitt!
Fimm ára fjárveiting úr ríkissjóði, sem var á enda runnin fyrir nokkr-
um árum og hefur ekki verið framlengd, var einkum notuð til orðabók-
arstarfa og hefur ekki orðið til styrktar útgáfu handrita.
2. Hið konunglega norræna fornritafélag var stofnað fyrir 125 ár-
um til þess að gefa út íslenzk fornrit, eins og nafn þess ber enn vott um.
Fyrsta kastið sýndi það afburða framtak á þessu sviði. En sá tími er
löngu liðinn, og sjóði félagsins er nú eingöngu varið til þess að styðja
danskar fornfræðarannsóknir. Á þessu má einnig sjá hversu þjóðlegu