Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 107
ÁRNASAFN OG VÍSINDIN
265
í stór safnrit. Um sérhvert safnrit yrði að gera nákvæma áætlun fyrir
fram og skipta verkinu milli útgefenda.
Enn fremur yrði að vera til ákveðin árleg fjárveiting til prentunar á
útgáfunum. Fé þyrfti einnig til ferðalaga til að rannsaka handrit í öðr-
um söfnum, til Ijósmyndunar og ýmissa minni háttar verkefna, sem
mundu koma af sjálfu sér í stofnun sem þessari.
Þetta þýðir að Arnasafn ætti að hafa til útgáfustarfsemi sinnar ár-
legt fjármagn sem heldur væri ofan en neðan við 100 000 kr. (dansk-
ar), eins og nú er ástatt. í þessu fé er ekki talinn kostnaður við forn-
íslenzku orðabókina, en hún hefur sjálfstæð fjárráð.
Er hægt að útvega þetta fé í Danmörku, eins og nú horfir við? Ég
veit það ekki.
En hvað um Island? Um það get ég ekki sagt annað en að Island
og ísland eitt er fært um að leggja fram það starfslið sem á þarf að
halda. En um hitt hefur ekkert spurzt, hve mikil útlát íslendingar væru
fúsir að taka á sig ef safnið yrði flutt til Reykjavíkur. Og þó virðist mér
að þetta hljóti að vera eitt mikilvægasta atriði málsins. Árnasafn er
ekki framar öllu fáeinir safngripir til þess að raða upp í hillur og ef til
vill skoða við hátíðleg tækifæri. Það eru bókmenntir, furðulega lifandi
bókmenntir, fortíð sískrifandi þjóðar, með óteljandi verkefni sem
heimta eljusamt, þolinmótt rannsóknarstarf í áratugi, í aldir. Eðlilegt
heimkynni þessara rannsókna er á Íslandi. En skilyrði þess hlýtur að
vera að íslendingar hafi getu og vilja til að styrkja þær af örlæti og
höfðingsskap. Annars getur safnið eins vel verið kyrrt þar sem það er
— fátækt, vanrækt og fáum kunnugt.
/. B. þýddi.