Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 108
HRÓÐMAR SIGURÐSSON:
Skólalöggjöfin frá 1946
og framkvæmd liennar
Á alþingi árið 1946 var samþykktur nýr lagaflokkur um skólamál á
Islandi. Lög þessi voru rækilega undirbúin. Milliþinganefnd, skipuð
nokkrum helztu skólamönnum þjóðarinnar, hafði setið á rökstólum
nærri tveggja ára tíma og undirbúið löggjöfina. Nefndin skrifaði öll-
um skólastjórum og skólanefndum þeirra skóla, sem lögin áttu að ná
til, og leitaði álits þeirra á þessum málum. Einnig kynnti nefndin sér
rækilega skólakerfi þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í þessum efn-
um. Hún samdi svo lagafrumvörpin með hliðsjón af þeim svörum, sem
henni bárust frá skólastjórum og skólanefndum, og með það markmið
fyrir augum, að við stæðum ekki verr að vígi í þessum efnum en aðrar
menningarþjóðir. Enda fór svo, að Alþingi samþykkti frumvörp nefnd-
arinnar með tiltölulega litlum breytingum.
Nefndinni var það Ijóst, að lög þessi yrðu lengi að komast í fram-
kvæmd, þar sem víða vantaði ýmis ytri skilyrði svo sem skólahús, betri
samgöngur, menntaðri kennara o. s. frv. Lögin voru í hennar augum
fyrst og fremst markmið, sem keppa bæri að, og yrðu þau framkvæmd
smátt og smátt eftir því, sem aðstæður leyfðu. Og á síðastliðnum vetri
var framkvæmd laganna komin svo langt, að þau náðu til rúmlega
helmings skólaskyldra barna og unglinga á landinu.
En jafnhliða þessu hafa stöðugt komið fram fleiri og fleiri raddir,
sem hafa margt við þessa löggjöf að athuga. Slíkar raddir berast okkur
svo að segja daglega í útvarpi, blöðum og einkaviðtölum. Inn í þetta
er svo oft og einatt blandað aðfinnslum í garð skólanna almennt, þótt
þær snerti ekki beinlínis sjálfa löggjöfina. Nú vil ég spyrja. Getur það
átt sér stað, að öllum þeim mönnum, sem hlut áttu að þessari löggjöf,
hafi verið svo hrapallega mislagðar hendur, að allar þessar aðfinnslur
séu réttmætar? Þessari spurningu vil ég hiklaust svara neitandi. Og