Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 110
268
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
varð til að torvelda mörgum fátækum mannsefnum menntabrautina.
Þess vegna töldu margir skólamenn það orðið fullkomlega tímabært,
að starfsemi skólanna yrði samræmd, þannig að próf úr einum gæfi
milliliðalaust réttindi til inngöngu í annan. Þetta sjónarmið réð m. a.
þeim breytingum, sem gerðar voru á skólalöggjöfinni með lögunum
frá 1946.
Skólcxlöggjöiin 1946
Samkvæmt skólalöggjöfinni frá 1946 ber að skipa öllum þeim skól-
um, sem kostaðir eru af almannafé, í samfellt skólakerfi, sem skiptist
í þessi fjögur stig: Barnafræðslustig, gagnfræðastig, menntaskóla- og
sérskólastig, háskólastig. Gert er ráð fyrir, að barnaskólarnir séu fyrir
börn á aldrinum 7—13 ára. Þó geta skólahverfi í sveitum fengið undan-
þágu frá skólaskyldu 7-—9 ára barna með sömu skilyrðum og áður. Að
loknu barnaskólanámi ber unglingum skylda til að stunda tveggja vetra
nám við einhvern af skólum gagnfræðastigsins, en þeir skólar geta ver-
ið með þrennu móti: Tveggja ára unglingaskólar, sem ná aðeins yfir
skyldunámið og lýkur með unglingaprófi, þriggja ára miðskólar, sem
lýkur með miðskólaprófi, og fjögra ára gagnfræðaskólar, sem lýkur
með gagnfræðaprófi. Allir þessir skólar eiga að hafa samræmda náms-
skrá þannig að þeir, sem lokið hafa unglingaprófi,- geta farið í þriðja
bekk miðskóla eða gagnfræðaskóla, og þeir, sem ljúka miðskólaprófi,
geta farið í fjórða bekk gagnfræðaskóla. Próf annars og þriðja bekkjar
gagnfræðastigsins, unglingapróf og miðskólapróf, skulu vera landspróf
að nokkru eða öllu leyti, en landspróf er það kallað, þegar sama próf-
verkefnið er lagt fyrir nemendur um land allt. Slíkt fyrirkomulag hefur
verið á fullnaðarprófum barna í íslenzku og reikningi síðan um 1930
og hefur það gefizt mjög vel. Þá er einnig gert ráð fyrir, að allir skólar
gagnfræðastigsins skiptist í tvær deildir, bóknámsdeild og verknáms-
deild eftir því hvort meiri áherzla er lögð á bóklegar eða verklegar
greinar.
Á menntaskólunum verður gerð sú breyting, að tveir neðstu bekkir
þeirra (gagnfræðadeild) falla burt og verða þeir þannig 4 ára skólar
í stað 6 ára eins og þeir voru áður. Miðskólapróf bóknámsdeildar veit-
ir réttindi til inngöngu í fyrsta bekk menntaskólans, ef nemandi hefur
náð ákveðinni einkunn í bóklegum greinum. Nú hejur þess vegna mið-