Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 115
SKÓLALÖGGJÖFIN FRÁ 1946
273
námstíminn þá samtals 9—11 ár að loknu skyldunámi. Það verður
aldrei „hættulega“ stór hluti þjóðarinnar, sem klífur þann bratta, þótt
unglingum úr alþýðustétt sé gerð leiðin til æðri menntunar örlítið
greiðari en áður með þessum lögum. Ég heyrði nýlega tvo mennta-
menn halda því fram, að skólalöggjöfin mundi leiða af sér svo mikla
fjölgun stúdenta, að slíkt yrði þjóðarvoði. Báðir þessir menn höfðu
sent syni sína í menntaskóla. Þeir áttu að verða menntamenn, en ef
skólalöggjöfinni var breytt í það horf, að fátækum unglingum úr al-
þýðustétt opnaðist einhver leið til æðri menntunar, þá var slíkt [ij óð-
arvoði. Nei, hér er ekki um neinn þjóðarvoða að ræða. Hér er aðeins
um það að ræða, að æðri menntun er ekki eins mikil einkaeign þeirra
betur megandi í þjóðfélaginu og áður.
Og eitt að lokum. Það er engin hætta á því, að íslendingar fáist ekki
til að vinna að framleiðslustörfum til lands og sjávar. Hitt óttast ég
frekar, að þeir tímar fari í hönd, að vinnufúsir menn verði að ganga
atvinnulausir. Meðan þannig er ástatt ættu menn ekki að tala um flótta
frá framleiðslustörfunum. Sílkt hefur sömu áhrif, og að tala um snöru
í hengds manns húsi.
4. Börnin jara of ung í skóla. Hinn árlegi skólatími of langur. Um
þessi atriði get ég verið fáorður. Ollum, sem kunnugir eru barna-
kennslu, kemur saman um það, að lestrarnám barnanna megi eigi
byrja síðar en um 7 ára aldur. Væru nú öll íslenzk heimili svo vel á
vegi stödd, að þau gætu annazt lestrarkennsluna, þá væri ástæðulaust
að láta börnin sækja skóla á þessum aldri. En reynslan hefur sýnt að
því er ekki að heilsa, og heimilin hafa yfirleitt skilið þetta og reyna þess
vegna oft að fá skólavist fyrir börn sín áður en þau verða 7 ára. Stund-
um kemur það fyrir að börn koma ekki í skóla fyrr en þau eru 9—10
ára og þá nærri ólæs. Slík börn eru ekki öfundsverð. Þau verða að horf-
ast í augu við þann veruleika, að þau hljóta að dragast aftur úr jafn-
öldrum sínum. Þessi hnekkir í þroska barnsins skapar hjá því vanmátt-
arkennd, sem oft og einatt veldur því, að barnið verður erfitt eins og
það er kallað og leiðist þá út í ýmiskonar óknytti til þess að reyna að
sýna yfirburði á einhverju sviði.
Um skólatímann er það að segja, að í kaupstöðum, sem hafa yfir
1000 íbúa, er hann 8 mánuðir á ári fyrir eldri börn, en 9 mánuðir fyrir
yngri börn. í smærri þorpum starfa skólarnir víðast 7 mánuði og þar
Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1950 18