Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 120
278
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Vei mér! Hvar má ég
A myrkum vetri blóm lesa,
Skin af sólu
Og skugga við jörð?
Þöglir standa
Steinmúrar kaldir,
I gjósti vindfánar gnauða.
Raunar er þetta kvæði Hölderlins ef til vill hið líklegasta til lýðhylli
næst kvæðum hans til Heidelberg-borgar. En svo einfalt sem kvæðið
kann að virðast að hugsun, munu þó engir tveir lesendur eða ritdóm-
arar verða á eitt sáttir um túlkun á því, þótt þeim komi sanran um kosti
þess, myndirnar, sem það töfrar fram, orðríkið sem í málhvörfum þess
býr, líkingar þess og leynimál. Eigi að síður er þetta „einfalt“ kvæði:
Það væri villandi að láta þess ógetið, að „Vort hálfa líf“, sem ber að
vísu sérkenni Hölderlins, er engan veginn einkennandi fyrir hann. í
fyrsta lagi er það framar öðru Ijóðrænt kvæði, en Hölderlin er fyrst
og fremst harmskáld. í öðru lagi er það styttra en flest kvæðanna frá
manndómsárum hans. Og í þriðja lagi birtir það hvorki það fegurðar-
skyn, heimspeki né hugsæi, sem ríkjum ráða í geðlieimi hans.
Ekkert kvæði bregður upp gleggri mynd af harmlist Hölderlins og
fagurskyggnu heimspeki en kvæðið „Patmos“, sem hefst á þessa leið:
Nálægur
Og naumskilinn er Guð.
En í hættunnar sporum
Hjálpin grær.
Ernir í bjargskuggum búa
Og óttalaust fetar
Alpanna son yfir hengiflug
Um létta lyftibrú.
Því, er umhverfis gnæfa
Gnúpar tímans
Og blíðvinir búa í nánd
Örmagna á einstigs fjöllum