Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 124
282
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
segir Hölderlin í formálanum fyrir „Hyperion eða einbúanum á Grikk-
landi“, eins og bókin var nefnd í lokabúnaði til útgáfu.
Sem skáld talar Hölderlin til vorra tíma. Hann er samaldri vor að
lífsskoðun. Hann dró lærdóma af liðnum tíma og skyggndist inn í fram-
tíðina vegna nútímans. Ævi hans var harmsaga eins og saga vorra
tíma, en sálarlíf hans var gagnauðugt að ugglausu trausti. Að því leyti
var líf hans og skáldskapur eitt og hið sama.
Hölderlin hefur verið kallaður skáld handa skáldum. Nokkur heima-
gengni í bragar túni er nauðsynleg þeim sem vilja lesa hann til skiln-
ings og mats. Af þeim sökum ætti hann að verða kunnur á Islandi, landi
skáldanna. íslendingar hafa öðrum Evrópumönnum fremur komizt í
tæri við annarlega orðskipun. Og þeir íslendingar, sem kynna sér
frummálið á skáldverkum Friedrichs Hölderlins, munu að líkindum,
eins og Steingrímur Thorsteinsson, finna hvöt til að sýna einu af stór-
skáldum nútímans þá lotningu að þýða verk hans, svo kynnin af skáld-
snilli Evrópu mættu hér almennari verða. Annarsstaðar hefur hinn aug-
Ijósi skáldljómi Hölderlins farið sjálfkrafa sigurför. Enskumælendur
hafa á síðustu 25 árum vaknað til vitundar um hátign Hölderlins, og
enskar þýðingar á úrvalskvæðum hans eru nú til í þrem bindum og
auk þess tvær ævisögur skáldsins. Allt kom þetta út á síðastliðnum ára-
tug. Á Frakklandi hafa menn komizt í samskonar kynni við Hölderlin,
og þar hafa komið út þýðingar á skáldverkum hans og bréfum. í næst-
um hverju menningarlandi vinna bókmenntaunnendur að því að
tryggja stöðu Hölderlins í heimsbókmenntunum. Og það er hvorki af
skyldurækni né virðingu við mikið fortíðarskáld, heldur vegna þess, að
skáldskapur Hölderlins er nútízkur, lifandi og hvorki bundinn öld né
ártali.