Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 128
286 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR skyndilegu röskunar jarðöxulsins. Brown telur, að það séu fjögur svæði á hnett- inum, er sleppi tiltölulega vel. Tvö þeirra liggja að útjöðrum heimskautajöklanna, annað á norðurhveli, hitt á suðurhveli. Löndum þeim, er liggja á þessum svæðum, er ekki stórkostleg hætta búin nema því að eins, að þau liggi svo lágt, að vatns- flaumurinn frá hinum bráðnandi jöklum færi þau í kaf. Hin svæðin tvö liggja að endum þess áss, er jörðin stéypist um. Þar sem flóðbylgja fer yfir land, er það alkunna, að hamfarir vatnsins eru ekki alls staðar jafn-ofsafengnar. Það er engan veginn óhugsanlegt, að einstökum mönnum eða hópum geti tekizt að forða sér frá náttúruviðburði slíkum sem þessum, t. d. með því að flýja til fjalla eða bjargast á flekum og öðrum farkostum. Ilinar fjölmörgu sagnir um syndaflóð og sokkin lönd og borgir, svo sem Atlantis og Vineta, eru kannski ævafom munnmæli um raunverulegan atburð í upphafi mannlegrar sögu. Og ef til vill er það ekki til- viljun ein, að ekki hara hebreskar og grískar sagnir, heldur einnig munnmæli fleiri þjóðflokka láta farkostinn með þeim, sem af komust, lenda á fjallsgnýpu. Brown vekur athygli á því, að umhverfis Tsad-vatnið í Afríku sé landslagi svo háttað, að ýmislegt gæti bent til, að þar hafi norðurskautið verið niður komið fyrir síðustu jarðbyltingu af þessu tagi. Hann er einnig þeirrar skoðunar, að Egyptar eða forfeður þeirra muni hafa komizt lífs af í það skipti, en sennilega hafi heimkynni þeirra þá verið hærra yfir sjávarmáli en Egyptaland nútímans. Endar þess áss, er jörðin steypist um, reiknast honum til að hafi legið annars veg- ar í Austur-Asíu eða úti fyrir ströndum hennar, hins vegar á svæðinu Perú— Ecuador í Suður-Ameríku. Þarna sé ef til vill að leita skýringarinnar á því, að Egyptar, Kínverjar og Inkarnir í Perú virðast vera þær einu þjóðir heims, er rak- ið geti rætur menningar sinnar lengra aftur í tímann en 7—8 þúsund ár. Hins vegar þykja hauskúpufundir og annarra beina í jarðlögum sýna og sanna, að mannkynið eigi sér að baki allt að því eina milljón ára. IV Brown skírskotar til niðurstaðna jarðfræðinga og fomleifafræðinga um stuðn- ing við hina nýstárlegu kenningu sína. Hann vitnar í það, að fundizt hafi heil flæmi steindra skóga á stöðum með hinum ólíkustu skilyrðum, bæði landfræðileg- um og veðurfarslegum, svo sem í Síberíu, Nýja-Skotlandi í Kanada, New Jersey í Bandaríkjunum, Egyptalandi og víðar. Steingervingar verða til, þegar plöntur eða dýr sökkva skyndilega í vatn, leðju eða annan rakan jarðveg, áður en rotnuninni vinnst tími til að hertaka þau. Slíkir atburðir hljóta ómótmælanlega að hafa átt sér stað margsinnis og á ýms- um tímum jarðsögunnar. I náttúrusögusafni New York-borgar getur t. d. að líta steinda ávexti og blöð af fíkjutrjám, mórberjatrjám, pálmum, bananplöntum og kastaníutrjám, sem fundizt hafa innan um steindar beinagrindur úr eðlum, sem taldar eru meira en 55 milljóna ára gamlar. I annan stað hafa jarðskriður í Síber- íu afhjúpað svokallað mammúttré, óskemmt með öllu, með blöðum og ávöxtum, sem augljóslega hefði annað hvort lilotið að rotna eða steinrenna, ef það hefði ekki orðið fyrir skyndifrystingu og þannig varðveitzt sem nýtt væri. Þessi tré eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.