Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 132

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 132
Myndhöggvaralistin og háskólalóðin Fyrir nokkrum mánuðum birtist í blöðunum auglýsing frá háskólaráði varðandi skreytingar á háskólalóðinni: „Eru þar tólf stöplar meðfram þrepunum upp úr skál- inni upp á vegarbrún, og er áformað að ofan á þá séu settar myndir til „skreyt- ingar“. Af þessari auglýsingu verður ekki séð að myndhöggvaralistinni sé ætlað rúm annars staðar á háskólalóðinni en uppi á áðurnefndum stöplum. Þeir sem ráða skipulagi myndskreytinga á staðnum virðast stara á þennan eina punkt, tröppurn- ar upp úr skálinni, og sjá ekki afgang svæðisins er þeir áforma að leita til mynd- höggvaranna. Það er full ástæða til að fagna þeirri ákvörðun að háskólalóðin skuli prýdd með listaverkum, en það ætti auðvitað að dreifa þeim á hinn mikla flöt hennar, og væri ekki réttast að þau kæmu smátt og smátt, yrðu sköpuð af fleiri kynslóðum? Sú hugmynd að þjappa saman tólf höggmyndum við tröppurnar en láta afgang svæðisins vera auðan, er vægast sagt ískyggileg. Þar við bætist að þessar tröppur eru sérlega lítið aðlaðandi mannvirki sem fellur illa inn í umhverfið, þær eru t. d. of brattar, ná of stutt út í skálina til að samræmast víkkandi skeifulagi hennar, auk þess sem þær eru gerðar úr efni sem stingur um of í stúf við sjálfa háskóla- bygginguna. En stöplarnir tólf slá þó öll met niður á við, þessir grófu kauðalegu hlunkar hrjóta og sliga niður form tröppunnar, auka á ósamrænti hennar við um- hverfið. Eigi að fegra tröppurnar á háskólalóðinni verður það aðeins gert á einn hátt: Það á að taka stöplana af þeim, í stað þess að hlaða á þá myndum, við það mundu þær þó fá á sig ofurlítið meira og frjálsmannlegra snið, verða tröppur, en ekki þessi þunglamalegi óskapnaður sem þær eru nú. Og eitt er víst: einhver komandi kynslóða mun rífa þá niður verði það ekki gert nú. Það getur engin myndskreyt- ing komið í veg fyrir. Annars þykir mér ósennilegt að nokkur myndhöggvari fáist til að offra verkum sínum til að dubba upp á slík mannvirki, hvað mikið fé sem í boði er, og verður það ef til vill til að afstýra því menningarlega slysi sem hér vofir yfir. Reykjavík hefur tekið miklum stakkaskiptum hin síðari ár, og með aukinni fegr- un bæjarins þroskast einnig smekkur íbúanna. Háskólalóðin á eftir að verða fagur blettur, á því er enginn efi, og heldur ekki því, að margar kynslóðir eiga eftir að fara höndum um hana áður en fullkomnun er náð. En það er engin ástæða til að afhenda hana eftirkomendunum með jafn auðsæjum missmíðum eins og stöplunum þá. 28. okt. Þ. S.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.