Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 133
Umboðsmenn Máls og menningar
Mál og menninc hefur frá því félagið
var stofnað átt þeirri gæfu að fagna að
víðsvegar um land hafa gefið sig fram
áhugamenn til að standa fyrir menning-
arstarfi þess hver á sínum stað og vinna
að útbreiðslu á bókum félagsins. Marg-
ir af þessum mönnum hafa lagt á sig
mikið starf, endurgjaldslítið — verið
traustir og óbifanlegir, ekki síður þegar
ásóknir hafa verið gerðar til að hnekkja
starfsemi Máls og menningar. Þessum
mönnum, hinum sívakandi, traustu og
áhugasömu á Mál og menning allt að
þakka, og allir lesendur að bókum fé-
lagsins og raunar allir Islendingar
standa í þakkarskuld við þá sem fram-
verði í þeirri haráttu sem Mál og menn-
ing hefur háð fyrir menningu og frels-
ismálum þjóðarinnar. Mér finnst því að
okkur beri skylda til að halda nöfnum
þeirra á loft, og festa þau í minni. I síð-
asta hefti minntist ég með nokkrum orð-
um á elzta umboðsmann félagsins, Magn-
ús Guðmundsson á Isafirði, sem af frá-
bærum jhignaði, áhuga og skilningi hef-
ur starfað fyrir Mál og menningu frá
upphafi og er ennþá meðal duglegustu
umboðsmanna þótt kominn sé yfir átt-
rætt. Að þessu sinni ætla ég að kynna
ykkur með fáum orðum tvo aðra um-
boðsmenn, Kristmar Olafsson á Siglu-
firði sem verður 55 ára 23. des. og 01-
geir Lúthersson, Vatnsleysu í Fnjóska-
dal, er varð 35 ára 26. okt. Báðir eru úr
alþýðustétt; annar var áður sjómaður,
hinn er bóndi.
Kristmar Ólafsson. Hann er fæddur að
Sveinsvallakoti í Unudal í Skagaf jarðar-
sýslu 23. des. 1895, fluttist ungur niður
á Hofsós, fór að stunda sjóróðra 13 ára,
en 17 ára fór hann til Siglufjarðar og
stundaði þar hákarlaveiðar fyrstu árin,
en síðan þorskveiðar til ársins 1923 að
hann sneri sér að landvinnu og þá aðal-
lega að trésmíðum. Hann kvæntist 1925
Hallfríði Jóhannesdóttur; hafa þau átt
einn son og alið upp eina kjördóttur.
Árið 1929 varð Kristmar starfsmaður
hjá Gísla J. Johnsen, Vestmannaeyjum,
og var það meðan hann hafði atvinnu-
rekstur á Siglufirði, en varð síðan starfs-
maður hjá Isbirninum h.f. sem keypti
frystihús Gísla og var hann það til 1933
að félagið seldi eign sína á Siglufirði.
Árið eftir varð hann deildarstjóri við
Byggingarvörudeild Kaupfélags Sigl-
firðinga og fram til 1943 að hann varð
fyrir nokkru áfalli með heilsu sína, svo
að hann hefur ekki síðan getað unnið