Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 135
r >v UMSAGNIR UM BÆKUR V__________________________) Jóhannes úr Kötlum: Dauðsmannsey og Siglingin mikla Utgefandi: Heimskringla, Reykjavík 1949 og 1950. Það þótti jafnan merkur bókmennta- viðburður, þegar Jóhannes úr Kötlum sendi frá sér nýja ljóðabók, og ljóða- vinir voru ekki í rónni, fyrr en þeir höfðu bókina í höndunum. Nú eru lið- in fimm ár, síðan „Sól tér sortna“ kom út, og þann tíma virðist Jóhannes hafa helgað ljóðadís sinni minni tíma en oft áður. Mörgum ljóðavinum mun vera þetta nokkurt áhyggjuefni, ekki ein- göngu vegna Jóhannesar sjálfs, heldur vegna íslenzkrar Ijóðlistar almennt. ís- lenzk ljóðlist virðist þessa stundina í svo miklum þrengingum, að hún megi varla við því, að missa eins síns bezta stuðningsmanns. Máski er þó þetta tóm- læti Jóhannesar gagnvart Ijóðadísinni tilfinnanlegast vegna þess, að sjaldan hefur okkur verið meiri þörf en nú að eiga ótrauðan ljóðasmið með sterkan orðsins brand til að varpa ljósi á vanda- mál líðandi stundar. Við íslendingar erum svo vanir því að láta skáldin yrkja okkur bakhjarl. Ef til vill stafar þetta annars vegar af þrengingum ís- lenzkrar ljóðlistar almennt og hins veg- ar af því, að Jóhannes stendur nú fram- ar en oft áður í hinni daglegu lífsbar- áttu — í víðtækasta skilningi. Og þó er enn ein skýring, og er hún tilefni þess- arar ritsmíðar. Jóhannes virðist nú um sinn fyrir alvöru hafa snúið sér að skáldsagnagerð. Fyrir skömmu kom út annað bindi af fyrirhuguðu þriggja binda skáldverki, og nefnist það Siglingin mikla. Fyrsta bindið, sem kom út á síðastliðnu ári, hafði í skím skáldsins hlotið nafnið Dauðsmannsey. Bækur þessar fjalla um flutninga íslendinga til Vesturheims. Hér hefur Jóhannes snúið sér að miklu en áður vanræktu yrkisefni. Heiti fyrsta bindis, Dauðsmannsey, er býsna vel val- ið. Langflestir, sem fluttu burt af land- inu, munu liafa litið svo á, að þeim væri ólíft hér heima, og vonað, að lífs- skilyrðin væru betri í fyrirheitna land- inu. Þótt sumir hafi flutt af ævintýra- þrá, munu hinir þó miklu fleiri, sem fóru af illri nauðsyn. Aðalpersónurnar í Dauðsmannsey eru Ófeigur grallari og Sigurfljóð kona hans, og er hlutur Ófeigs í bókinni sýnu mestur. Ófeigur er fremur hrjúf persóna og óbetranlegur kvennamaður, sannkallaður grallari. Sitt hvoru megin við þessi hjón, sem ásamt öðru fólki á svipuðu lífsstigi mynda kjarna sögunn- ar, er svo unga kynslóðin, Sigga á Selja- landi og Siggi Gudduson, og gamla kyn- slóðin, Arndís móðir húsfreyjunnar og Snorri faðir bóndans, sem hengir sig heldur en að þurfa að flytjast af landi brott til Ameríku á gamals aldri. Sagan gerist síðasta árið, áður en sögupersón- urnar leggja af stað til Ameríku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.