Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 6
124 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í gjörningarökkri og gliti sem dylur og heillar: Glanmur fagnar þér, tómleiki býður þér heim, slungin græðgi vísar þér veg til hallar. varúð brosmild og lokkandi hvíslar: gleym órum þínum í örmum mér, látum aðra um að sýna hreinskilni og þor; sjá flærð og þýlund hreykjast í hæstu sætum, hugsjón og göfgi sparkað á dyr og frelsi smáð og fjötrað á opnu svæði — nú fylgirðu mér til gleðinnar, vinur minn! En hugur þinn vakir þó hönd þín sofi: í niði hjólanna syngur fögnuður þinn að komast burt, út í bláinn, finna þig enn brautingja sólhvítra töfra, veglausrar þrár; andvarinn ber þér óm af fjarlægu Ijóði, álftir á vatni þylja fréttir og spár úr veröld hjarta þíns. Hjúpuð kvíða og leynd rís húmfylgjan blakka, truflar hinn fjálga lestur og læðist hingað í hjólför okkar um sand hins heiða dags inn í mistur fölskvaðrar ævi og brunninna beina í lind hjá bænum í auðninni, rofi hins seka manns; þú stendur á blómstráðu gólfinu þögull gestur geigskyggn í sporum hans.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.