Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 7
í EYVINDARKOFAVERI
125
Hann horíir á þig írá hlóðnnum sterkur, frjáls
og hlekkjaður vanmætti og ótta:
ungur strauk ég í átt til hins hulda dals,
örvona og lotinn nam ég hrjóstrin á flótta
og hlúði við barm mér bláeygum draumi;
í blindri þrjózku sór ég um langa nótt
hungurs og frosts að vinna það afrek eitt
sem afmáir brot mitt, gefur mér frið í heimi
hins almenna lífs; írelsið er íalið þar
sem fólkið berst — Hann leggur við hlustir, starir
suður í húmgljána, heyrir
harðan og þungan jódyn sem glymur nær
og nær þér; svanir hjarta þíns hefja flug
og höndin kreppist, nei hér er ekkert á seyði;
lindin kliðar, í lrringum þig
er kropið til grasa, fellið sem brann og glóði
í hrammi jökulsins kulnar í kvöldblámans þró.
Slík kyrrð og tign, aldrei þráðirðu heitar
að hverfa inn í friðlýstan fögnuð draums þíns en nú
er fegurð hans vísar þér utar
og jóreiðin dynur og nálgast á ný
í napurri reynd: Hið myrka vald sem þú hatar
er komið að sækja þig, sakarefnið er nóg;
þú svipast um bleikur, leitar