Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 8
126 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að vörn eða skjóli, hugrekki, hreinum vilja, sérð hálfverk og gremju, reikulan þokusveim. Utlagi manns og auðnar. þin hönd er tóm, í alræði sjális þín er hvergi um neitt að velja, gæfa þín týnd — Nei! enn áttu kvöl og ást sem ekkert gat þaggað né slökkt en logar og hljómar í djúpi hjarta þíns: líkn hennar rís og ljómar leiðina fram. og hik þitt og vonleysi snýst í þor, í trú á sigur sannleiks og réttar: hið sókndjarfa lið sem þú beygðir hjá kallar þig þúsund tungum til einnar áttar gegn áþján dauðans, sundrung og feigðarþrá; myrkrið flýr með hvern ugg sem það ól og allt er skylt þér og kært, vafið ljósi og yl, turnar borganna, brot hinnar grónu tóttar í blánni. Og aftur Irnýr vélin hin þungu hjól um öræfin þögul og dul inn í nýjan dag. Þó dimmi á hættum vegum er engu að kvíða: þau ljóma hin rauðu log og lífið er beint af augum: þú horfir sýkn fram á heilli gjöfuUi tíma, sérð heiðan vorblæ nema hvern dal og tind og frjálsa menn njóta fegurðar starfs og drauma hjá fornum múrum, við blóm og lind.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.