Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 12
130
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
flokka af ýmsum litbrigðum, og meðal virkustu meðlima hennar teljast
jafnvel forustumenn Búddatrúarfélaga og leiðtogar kristinna mótmæl-
enda úr öllum landshlutum. Um „kommúnisma“ þessara rnanna mætti
kannski efast. En aftur á móti leikur enginn vafi á skoðunum þeirra á
því, sem gerzt hefur og gerist í Suður-Kóreu.
Það breytir engu urn gang sögunnar, þótt staðreyndir eins og þessar
séu þagðar í hel af hundruðum stórblaða og fréttastofnana. Þess konar
einstefnuakstur bitnar aðeins á lesendum þessara blaða og villir þá og
blekkir.
Þjóðfylking Norður-Kóreu var reist á breiðum grunni, enda hafði
henni orðið mikið ágengt um eflingu framleiðslunnar og nýtingu nátt-
úrugæða landsins. í Kóreu höfðu Japanar komið upp allmiklum iðn-
aði, bæði til hernaðar og annarra þarfa, meðan þeir réðu yfir landinu.
Þegar þeir hurfu á brott, kom enginn afturkippur í iðnað Norður-
Kóreu. Þegar á árinu 1946 höfðu allar meiri háttar verksmiðjur, verzl-
unar- og samgöngufyrirtæki, bankar og námuver verið þjóðnýtt og
stjórn þeirra fengin í hendur alþýðunefndunum til ráðstöfunar.
í Norður-Kóreu varð aldrei neitt atvinnuleysi eftir styrjöldina.
Vegna mikilsverðrar fjárhags- og tækniaðstoðar frá Sovétríkjunum
tókst að halda iðnaðinum og atvinnulífinu í fullum gangi og jafnvel
að færa út kvíarnar með aukningum og endurbótum. Iðjuver Norður-
Kóreu voru í styrjaldarlok talin yfir eitt þúsund, en nú tóku ný að spretta
upp, hvert af öðru. Sé vísitala iðnaðarframleiðslunnar sett 100 á fyrsta
friðarárinu 1946, eykst framleiðsla Norður-Kóreu næstu árin eins og
hér segir:
1947 er iðnaðarframleiðslan 189,3
1948 — — 263,3
1949 _ _ 377,1
Á þrem árum lætur þannig nærri, að iðnaðarframleiðslan fjórfaldist
í Norður-Kóreu. Sé miðað við árið 1944, þegar framleiðslan komst hæst
undir yfirráðum Japana, verður niðurstaðan í aðalgreinum hennar
þessi:
Framleiðsla véla og áhalda .. 1944 .... 100, 1949 .... 246,9
Framleiðsla neyzluvara..... 1944 .... 100, 1949 .... 152,7
Annað veigamesta atriðið um efnahagslegar framfarir í landinu
G