Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 12
130 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR flokka af ýmsum litbrigðum, og meðal virkustu meðlima hennar teljast jafnvel forustumenn Búddatrúarfélaga og leiðtogar kristinna mótmæl- enda úr öllum landshlutum. Um „kommúnisma“ þessara rnanna mætti kannski efast. En aftur á móti leikur enginn vafi á skoðunum þeirra á því, sem gerzt hefur og gerist í Suður-Kóreu. Það breytir engu urn gang sögunnar, þótt staðreyndir eins og þessar séu þagðar í hel af hundruðum stórblaða og fréttastofnana. Þess konar einstefnuakstur bitnar aðeins á lesendum þessara blaða og villir þá og blekkir. Þjóðfylking Norður-Kóreu var reist á breiðum grunni, enda hafði henni orðið mikið ágengt um eflingu framleiðslunnar og nýtingu nátt- úrugæða landsins. í Kóreu höfðu Japanar komið upp allmiklum iðn- aði, bæði til hernaðar og annarra þarfa, meðan þeir réðu yfir landinu. Þegar þeir hurfu á brott, kom enginn afturkippur í iðnað Norður- Kóreu. Þegar á árinu 1946 höfðu allar meiri háttar verksmiðjur, verzl- unar- og samgöngufyrirtæki, bankar og námuver verið þjóðnýtt og stjórn þeirra fengin í hendur alþýðunefndunum til ráðstöfunar. í Norður-Kóreu varð aldrei neitt atvinnuleysi eftir styrjöldina. Vegna mikilsverðrar fjárhags- og tækniaðstoðar frá Sovétríkjunum tókst að halda iðnaðinum og atvinnulífinu í fullum gangi og jafnvel að færa út kvíarnar með aukningum og endurbótum. Iðjuver Norður- Kóreu voru í styrjaldarlok talin yfir eitt þúsund, en nú tóku ný að spretta upp, hvert af öðru. Sé vísitala iðnaðarframleiðslunnar sett 100 á fyrsta friðarárinu 1946, eykst framleiðsla Norður-Kóreu næstu árin eins og hér segir: 1947 er iðnaðarframleiðslan 189,3 1948 — — 263,3 1949 _ _ 377,1 Á þrem árum lætur þannig nærri, að iðnaðarframleiðslan fjórfaldist í Norður-Kóreu. Sé miðað við árið 1944, þegar framleiðslan komst hæst undir yfirráðum Japana, verður niðurstaðan í aðalgreinum hennar þessi: Framleiðsla véla og áhalda .. 1944 .... 100, 1949 .... 246,9 Framleiðsla neyzluvara..... 1944 .... 100, 1949 .... 152,7 Annað veigamesta atriðið um efnahagslegar framfarir í landinu G
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.