Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 13
KÓREA í STRÍÐI 131 stendur í beinu sambandi við þær gagngeru breytingar og umbætur á sviði landbúnaðarins, er sigldu í kjölfar hins nýja stjórnarfars. Frá fornu fari var ræktarland Kóreu að mestu leyti í höndum forríkra stórjarðeigenda. En fæstir þessara jarðeigenda ráku stórgóss sín sjálfir. Þeir skiptu landi sínu niður í skákir, er þeir síðan leigðu út gegn eftir- gjaldi, sem oftast nam frá 50 til 70 hundraðshlutum af uppskerunni. Geta má nærri, hvernig hagur leiguliðanna hafi verið við slík kjör. Voriö 1946 gengur svo í gildi ný búnaðarlöggjöf, sem bindur endi á þetta miðaldaskipulag. Allt land, sem verið hafði í eigu Japana eða kór- eskra þjóna þeirra, var umsvifalaust tekið eignarnámi án endurgjalds og skipt upp á milli smábænda, leiguliða og jarðnæðislausra sveitaverka- manna. Sömu leiÖ fór meginhlutinn af landi annarra stórjarðeigenda, er ekki nýttu lönd sín sjálfir. Alþýðunefndirnar úthlutuðu þá þegar jarð- næði til 700—800 þús. fjölskyldna, sem annað hvort höfðu verið leigu- liðar við okurkjör eða jarðnæðislausar með öllu. Ráðstafanir þessar urðu vitanlega hið mesta fagnaðarefni fátækri al- þýðu. Og nú var hafizt handa af fullum krafti um að leggja nýtt land undir plóginn. Landbúnaðarlögin nýju höfðu þegar í för með sér stór- um aukna ræktun. Á einum þrem árum jókst flatarmál ræktaðs lands um meira en 400 þús. hektara — á sama tíma og jarðræktin í Suður-Kóreu dróst saman um helming. Framleiðslan jókst hröðum skrefum. Árið 1949 varð uppskeran í Norður-Kóreu 626 þús. smálesta meiri en hún hafði verið 1944. Lagt var kapp á ræktun tegunda, sem lítt hafði verið sinnt áður, t. d. olíuríkra jurta eins og soyabauna. Til þess að afla vefn- aðariönaðinum hráefna var baðmullarræktin aukin um 236 hundraös- hluta á tímabilinu 1944—1949. Og þessi bylting, sem átti sér stað í land- búnaðinum, leiddi á öllum sviðum til ríkara þjóðlífs og vaxandi vel- megunar hjá alþýöu manna. Vestræn blöð hafa gert mikið veður út af því,' að bændur Norður- Kóreu væru skyldaöir til að láta af hendi, gegn hámarksverði, nokkurn hluta uppskeru sinnar -— til þess að sjá íbúum borganna fyrir matvælum. Bændurnir væru þannig gerðir að „ríkisþrælum“. Þessi áróður missir algerlega marks. Það kann að vera rétt, að meðal bænda á Vesturlöndum hafi slík afhendingarskylda ávallt verið óvinsæl. En það gegnir öðru máli í Austur-Asíu. Leiguliðarnir í Kóreu voru vanir því að verða að afhénda landeiganda helming uppskeru sinnar eða meira án nokkurs

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.