Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 15
KÓREA f STRÍÐI 133 átti sér stað sunnan 38. breiddarbaugs. Þar dróst framleiðslan saman, allt sökk í verðbólgu og vaxandi öngþveiti. Með Norður-Kóreumönnum var gengið stöðugt og kaupmáttur peninganna stígandi. A árinu 1949 steig raunverulegt kaup iðnverkamanna um 15%, járnbrautarverka- manna jafnvel um 24%. Verð neyzluvara fór lækkandi. Arið 1948 lækkaði verðlag nauðsynjavara yfirleitt um 37%, en þó meira á aðal- nauðsynjum, á hrísgrjónum t. d. um 46% og soyabaunum um 64%. Árið eftir (1949) lækkaði verðið á aðalfæðutegund alþýðunnar, hrís- grjónum, aftur um 20%. Á sviði mannúðar- og menningarmála hafði breytingin orðið eigi síður gagnger. í Kóreu hafði verksmiðjuvinna barna áður tíðkazt mjög, einkum undir stjórn Japana. Frá 1946 var hún bönnuð. Konur höfðu gengið kaupum og sölum, og fjölkvæni hafði ekki verið fátítt. Nú var endir bundinn á hvort tveggja og konum tryggt jafnrétti við karla að lögum. Ný og víðtæk félagsmálalöggj öf hafði einnig gengið í gildi 1946. Ráðstafanir gerðar til að forða slysum við vinnu, átta stunda vinnu- dagur lögboðinn í iðnaðinum, fjórtán daga árlegt frí sömuleiðis, sömu laun kvenna og karla fyrir sömu vinnu. Og loks var hafinn undirbún- ingur að almennri tryggingalöggjöf. I uppeldis- og skólamálum var um viðlíka framför að ræða. Menntun alþýðu hafði vitanlega verið með öllu vanrækt undir stjórn Japana. Mikill hluti þjóðarinnar var ólæs. Á þessum fyrstu árum hins nýja stjórnarfars var tveim milljónum fullorðins fólks kennt að lesa og skrifa. Þegar Japanar voru reknir úr landi, störfuðu í Norður-Kóreu 1496 barnaskólar og framhaldsskólar með um 370 þús. nemendum. í lok ársins 1949 var tala þessara skóla komin upp í 5224 og nemenda- fjöldinn yfir tvær milljónir. Ætlað var að koma á almennri skólaskyldu fyrir öll börn í Norður-Kóreu á árinu 1950. Æðri skólamenntun, bókmenntir og blaðamennska blómgaðist að sama skapi. AHt miðaði að því að hækka menningarstig almennings og efla þjóðlegan þroska. Ekki varð annað séð en að hagur þessa nýja þjóðfélags hvíldi á traustum grunni. Innan samfélagsins vottaði ekki fyrir neinni fjárhagskreppu eða félagslegum vandkvæðum, er freistað gætu til hernaðarlegra æfintýra út á við. Þjóðlífið allt var að öðlast meiri og meiri festu. Og fengi það að þróast í friði, virtust blasa við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.