Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 19
XÓREA í STRÍÐI 137 á frest þar til í — nóvember. Sannleikurinn var, að Syngman Rhee og stjórn hans höfðu hina mestu ólyst á kosningum — í hverju formi, sem vera skyldi. Nakið einræðið var í alla staði ákjósanlegra en þetta fjár- ans kosningastúss! En stjórnmálaástandið í þrengstu merkingu var frá bandarísku sjón- armiði orðið óþolandi með öllu. í landinu sat að völdum stjórn, sem var hötuð af öllum almenningi. Það var að vísu hvergi nærri gott, en látum það nú samt vera! Hitt var verra, að þessi sama stjórn hafði svo gersamlega fyrirgert öllu trausti og hollustu yfirstéttaþingsins frá 1948, að það neitaði að samþykkja nokkurt lagafrumvarp frá henni. Ekki einu sinni fj árlagafrumvarpið fékkst þingið til að afgreiða. Þetta var beiskari biti en svo, að „verndararnir“ treystust til að kingja honum. Það jafngilti því að svipta grímunni af bandarískri öryggisþjónustu í najni jriðar og lýðrœðis. Nú var stjórnarskrá Suður-Kóreu svo haganlega úr garði gerð, að samkvæmt henni var Syngman Rhee „kjörinn“ forseti til fjögurra ára, hvort hann svo ætti tuttugu, tíu eða alls engan fylgismann með þjóð- inni. Samkvæmt stjórnarskránni hafði hann einnig óskoraðan rétt til þess að velja ráðherra sína sjálfur. Þessum staðreyndum varð ekki haggað af neinum kosningum. Eigi að síður var það alveg óumflýjan- legt að koma á laggirnar þjóðþingi, sem viðurkenndi stjórn Rhees og fengist til að samþykkja lagafrumvörp hennar. Það var hið herfræði- lega markmið kosninganna. Með hvaða aðferðum þessu markmiði yrði náð, var nánast aukaatriði, en þing varð landið að hafa — þing, er sýndi stjórninni tilhlýðilega hollustu. Kannski hefur Syngman Rhee alið með sér efasemdir um möguleika þessa síðasta atriðis. Og svo frestaði hann kosningunum tvívegis á hálfum mánuði. En bandarísk utanríkispólitík lætur ekki að sér hæða. Herrarnir í Washington eru ekki á því að líða litlum nýlendukörlum að standa uppi í hárinu á sér. Stjórn Suður-Kóreu varð að gera svo vel og galdra fram þing, sem fengist til að vinna með henni. Það varð að freista heljarstökksins, annars var lýðræðisheiður „verndarans“ í veði. Þegar undanbrögð Syngman Rhees spurðust yfir Kyrrahafið, kom um hæl ströng orðsending frá Acheson utanríkisráðherra, dagsett 17. apríl 1950. Þar setur hann Seoulstj órninni stólinn fyrir dyrnar, því í raun og veru var orðsending þessi úrslitakostir. Danska blaðið „Informa-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.