Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 23
KÓREA í STRÍÐI 141 Til eru nægileg gögn í málinu — málskjöl, sem ýmist hefur verið al- gerlega stungið undir stól eða mistúlkuð og rangfærð á hinn herfileg- asta hátt. Látum þessi gögn tala. Hinn 7. júní 1950 komu saman í Pjongjang allir forustumenn „hinnar lýðræðislegu og þjóðlegu samfylkingar“ í Kóreu til þess að ræða þau viðhorf, er skapazt höfðu með kosningaósigri Seoulstjórnar- innar. Það lá í augum uppi, að með þessum siðustu atburðum höfðu opnazt nýir möguleikar til sameiningar beggja landshluta, ef norðan- menn væru vandanum vaxnir og sýndu nú einbeitt framtak. Og þessa möguleika reið á að nota. Hin þjóðlega samfylking ákvað að hefja þegar í stað áróðursherferð til þess að koma til leiðar friðsamlegri sameiningu allrar Kóreu og það sem fyrst. Samþykkt var að senda þrjá fulltrúa suður fyrir breiddar- bauginn til þess að ná beinti sambandi við stjórnmálaflokka og önnur félagasamtök, sem enn var leyft að starfa í Suður-Kóreu, í því skyni að hefja samninga um leiðirnar til einingar. Samþykkt var og, að vœntan- legar tillögur til samninga skyldu einnig lagðar fyrir Kóreunefnd Sam- einuðu þjóðanna. Þeir einu, sem ekki skyldi samið við, voru fasista- flokkar þeirra Syngman Rhees og Kim Son Su — einmitt þeir flokk- arnir, er versta útreið höfðu fengið í nýafstöðnum kosningum. Næst gerist svo það, að 10. júní senda fulltrúar hinnar þjóð- legu samfylkingar Kóreunefndinni formlega tillögu um að efnt verði til sameiginlegra kosninga í Kóreu allri, og skyldu þær fara fram í ágústmánuði. Daginn eftir leggja svo samningafulltrúarnir af stað suð- ur fyrir 38. breiddarbaug til funda við suðurkóreska flokka og félaga- samtök. En ekki voru sendimennirnir fyrr komnir yfir markalínuna en þeir voru, allir þrír, teknir höndum af lögreglu Seoulstjórnarinnar. Og útvarpið í Seoul tilkynnti, að á næstunni myndi þeim verða stefnt fyrir herrétt. Þetta var fyrsti þáttur leiksins. Hér var um að ræða friðsamlegar samningaumleitanir um framtíð Kóreu, og samningatillögurnar höfðu auk þess fyrir fram verið lagðar fyrir fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Kóreunefndinni. Hver var þarna árásaraðili? Næsti leikur í taflinu kom frá alþýðuráðinu í Pjongjang 19. júní. Það var orðsending, sem beint var milliliðalaust til hins nýkjörna þjóðþings Suður-Kóreu og fól í sér eftirfarandi tillögur:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.