Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 24
142
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
1. Að koma til leiðar friðsamlegri sameiningu landsins með því að
slá saman alþýðusamkundu hins kóreska lýðveldis annars vegar og
þjóðþingi Suður-Kóreu hins vegar í eina allsherjar löggjafarsamkomu
til bráðabirgða fyrir Kóreu alla.
2. Að þessi sameinaða löggjafarsamkoma hæfist þegar handa um að
setja lýðveldinu Kóreu stjórnarskrá og mynda nýja stjórn fyrir landið
allt.
3. Að á grundvelli þannig settrar og samþykktrar stjórnarskrár fyrir
lýðveldið yrði svo gengið til nýrra allsherjarkosninga til löggjafarsam-
komu fyrir landið í heild.
Til þess að tryggja hagræna lausn málsins á ofannefndum grund-
velli lagði þjóðarráðið til, að þjóðþingið í Seoul léti þegar í stað hand-
taka Syngman Rhee og átta nánustu samsektarmenn hans, að það léti
innleiða á ný lýðræðisleg réttindi og frelsi í Suður-Kóreu, léti lausa
pólitíska fanga og að allur herafli og lögregla sunnan og norðan 38.
breiddarbaugs yrðu sameinuð til öryggis landinu öllu. Enn fremur var
lagt til, að skorað yrði á Kóreunefnd Sameinuðu þjóðanna að hafa sig
á brott úr Kóreu, svo Kóreubúar gætu ákveðið örlög sín sem frjáls
þjóð. Þess var og æskt, að reynt yrði að koma þessu öllu í kring fyrir
lausnardag Kóreu, 15. ágúst 1950. Loks var þjóðþingi Suður-Kóreu
boðið að senda þegar í stað fulltrúa til Pjongjang til þess að taka upp
samninga. Heitið var ábyrgð á fullu frelsi og öryggi sendimannanna.
Þjóðþing Suður-Kóreu, sem að yfirgnæfandi meirihluta var andvígt
stjórn Syngman Rhees, hafði þannig næg verkefni að glíma við, er það
kæmi saman. Á því gat enginn vafi leikið, að mikill meirihluti Suður-
Kóreumanna myndi af hrifningu fallast á tillögurnar um sameiningu.
Hið nýkjörna þjóðþing, eins og það var skipað, myndi líka hafa hugs-
að sig tvisvar um að neita samningum á þessum grundvelli. Vitað var,
að það bar lítt fyrir brjósti framtíðarsetu ógnarstjórnar Syngman
Rhees. Þetta var einmitt mergurinn málsins.
Það var bara eitt, sem á skorti. Framkvæmdavald „ríkisins“ var ekki
í höndum hinnar lögleyfðu stjórnarandstöðu — meirihluta þjóðþings-
ins. Þingið fékk aldrei tóm eða tækifæri til að taka afstöðu til eins eða
neins. Lénsríki eins og Suður-Kórea undir stjórn Syngman Rhees hefur
sinn sérstaka svip — og sín sérstöku vinnubrögð. Hið raunverulega vald
í Suður-Kóreu — það var hinn hataði forseti og verkfæri hans, sem