Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 24
142 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 1. Að koma til leiðar friðsamlegri sameiningu landsins með því að slá saman alþýðusamkundu hins kóreska lýðveldis annars vegar og þjóðþingi Suður-Kóreu hins vegar í eina allsherjar löggjafarsamkomu til bráðabirgða fyrir Kóreu alla. 2. Að þessi sameinaða löggjafarsamkoma hæfist þegar handa um að setja lýðveldinu Kóreu stjórnarskrá og mynda nýja stjórn fyrir landið allt. 3. Að á grundvelli þannig settrar og samþykktrar stjórnarskrár fyrir lýðveldið yrði svo gengið til nýrra allsherjarkosninga til löggjafarsam- komu fyrir landið í heild. Til þess að tryggja hagræna lausn málsins á ofannefndum grund- velli lagði þjóðarráðið til, að þjóðþingið í Seoul léti þegar í stað hand- taka Syngman Rhee og átta nánustu samsektarmenn hans, að það léti innleiða á ný lýðræðisleg réttindi og frelsi í Suður-Kóreu, léti lausa pólitíska fanga og að allur herafli og lögregla sunnan og norðan 38. breiddarbaugs yrðu sameinuð til öryggis landinu öllu. Enn fremur var lagt til, að skorað yrði á Kóreunefnd Sameinuðu þjóðanna að hafa sig á brott úr Kóreu, svo Kóreubúar gætu ákveðið örlög sín sem frjáls þjóð. Þess var og æskt, að reynt yrði að koma þessu öllu í kring fyrir lausnardag Kóreu, 15. ágúst 1950. Loks var þjóðþingi Suður-Kóreu boðið að senda þegar í stað fulltrúa til Pjongjang til þess að taka upp samninga. Heitið var ábyrgð á fullu frelsi og öryggi sendimannanna. Þjóðþing Suður-Kóreu, sem að yfirgnæfandi meirihluta var andvígt stjórn Syngman Rhees, hafði þannig næg verkefni að glíma við, er það kæmi saman. Á því gat enginn vafi leikið, að mikill meirihluti Suður- Kóreumanna myndi af hrifningu fallast á tillögurnar um sameiningu. Hið nýkjörna þjóðþing, eins og það var skipað, myndi líka hafa hugs- að sig tvisvar um að neita samningum á þessum grundvelli. Vitað var, að það bar lítt fyrir brjósti framtíðarsetu ógnarstjórnar Syngman Rhees. Þetta var einmitt mergurinn málsins. Það var bara eitt, sem á skorti. Framkvæmdavald „ríkisins“ var ekki í höndum hinnar lögleyfðu stjórnarandstöðu — meirihluta þjóðþings- ins. Þingið fékk aldrei tóm eða tækifæri til að taka afstöðu til eins eða neins. Lénsríki eins og Suður-Kórea undir stjórn Syngman Rhees hefur sinn sérstaka svip — og sín sérstöku vinnubrögð. Hið raunverulega vald í Suður-Kóreu — það var hinn hataði forseti og verkfæri hans, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.