Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 28
146 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þús. hermenn og liðsforingjar tilbúnir að ráðast fram í eldlínuna . ..“ Og Bandaríkjamaðurinn er ekki eftirbátur forsetans í gortinu: „Einn riðill (Regiment) úr suðurkóreska hernum getur borið sigurorð af heilu herfylki norðanmanna . ..“ Dramb er falli næst, segir málshátturinn. Löngu áður en stríðið hófst hafði Seoul-fréttaritari bandaríska stór- blaðsins „New York Times“, Walter Sullivan, reynt að vekja athygli heimsins á árásarfyrirætlunum ofbeldisseggjanna í Suður-Kóreu. T. d. sendi hann blaði sínu merkilega frétt um atburð, sem gerðist í Seoul 14. marz 1950. Sá atburður er nokkuð einkennandi fyrir það pólitíska andrúmsloft, sem hefur ríkt lengi í þessu furðulega verndarríki Sam- einuðu þjóðanna. Leiksviðið er réttarsalur í Seoul. Fram fyrir réttinn eru leiddir þrettán meðlimir þjóðþings Suður-Kóreu — vitanlega úr stjórnarand- stöðunni. Meðal hinna ákærðu er Kim Yak Su, er fram að þessum tíma hafði verið varaforseti þjóðþingsins. Fangarnir voru leiddir í salinn handjárnaðir og auk þess bundnir saman á streng. Walter Sulli- van fékk að skyggnast í hið opinbera ákæruskjal, þar sem „glæpir“ hinna ákærðu voru taldir fram. Þeir voru sem hér segir: Þeir höfðu gert tilraun til að steypa stjórn landsins með því að ákæra hana fyrir fjárdrátt. í þinginu höfðu þeir barizt á móti fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar. Enn fremur höfðu þeir krafizt endurskoðunar á stjórnarskránni, er gengi í þá átt að draga úr valdi forsetans, en auka völd þjóðþingsins og gera stjórnina ábyrga gagnvart þinginu. En svo kom loks ein ákæran enn, eins og rúsína í enda blóðmörslangans: Hinir ákœrðu höjðu sett sig upp á móti því, að herskarar Seoul- stjórnarinnar gerðu innrás í alþýðulýðveldi Norður-Kóreu. Væri'það til of mikils mælzt, að hinn athafnasami framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Tryggvi í Hlíð, gæfi heiminum einhverja skýr- ingu á jafnkynlegu fyrirbæri og hér var á döfinni? Hvernig má það vera, að í landi, sem stendur undir béinu eftirliti og vernd Sameinuðu þjóð- anna, skuli þingmenn vera dregnir fyrir rétt og dæmdir til refsingar — svo alveg sé sleppt handjárnunum og strengnum — fyrir það að hafa viljað hindra stjórn lands síns í að hefja — árásarstríð? 26. janúar 1950 var formlega stofnað til hernaðarlegs bandalags milli suðurkóresku leppanna og Bandaríkja Norður-Ameríku. Var það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.