Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 29
KÓREA í STRÍÐI 147 einber tilviljun, að frá þeim degi færðist árásaráróðurinn stórkostlega í aukana hjá stjórnendum Suður-Kóreu — og verndurum þeirra? En 19. maí byrjar ballið í alvöru með því, að einn af framkvæmda- stjórum Marshallaðstoðarinnar til handa Suður-Kóreu, mr. Johnson, lætur svo um mælt í fjárveitinganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings: „í her Suður-Kóreu hafa nú um 100 þús. hermenn og liðsforingjar, útbúnir og þjálfaðir af bandarískum hernaðarerindrekum, lokið undir- búningi sínum og eru tilbúnir að hefja stríðið, hvenær sem vera skal.“ Og 5. júní gat að lesa í New York Herald Tribune eftirfarandi ummæli hins bandaríska hæstráðanda í Suður-Kóreu, Roberts hers- höfðingja: „Það eru 13 eða 14 Bandaríkjamenn i hverri suðurkóreskri herdeild. Þeir vinna með kóresku liðsforingjunum. Þeir dveljast með þeim við víglínuna — 38. breiddarbaug . . . þola súrt og sætt með þeim, bæði við hernaðaraðgerðir og í hvíldartímunum.“ í fullu samræmi við þetta talaði hermálaráðherra Suður-Kóreu, Sin Sen Mo, í blaðamannaveizlu í Seoul hinn 6. júní, um „hið óvenjulega ástand“, sem gerði enn frekari bandaríska aðstoð nauðsynlega. Hann blés sig upp og kvaðst hafa til athugunar spurninguna „urn að gefa út skipun um almenna herkvaðningu“. Nokkrum dögum síðar fékk höfuðborg Japana, Tokio, heimsókn nokkurra mikils háttar gesta. Þangað voru nú komnir hermálaráðherra Bandaríkjanna, mr. Johnson, forseti herráðsins bandariska, Omar Bradley, og ritari í ríkisráðuneytinu, John Foster Dulles. Sá síðast nefndi brá sér frá Tokio til Seoul, og 19. júní leiddi Syngman Rhee hinn tigna gest fram fyrir hið nýkjörna þjóðþing, sem kallað hafði verið saman af þessu tilefni. Til heiðurs þessum bandaríska gesti ruddi hinn digurmælti forseti úr sér eftirfarandi hraustyrðum: „Getum vér ekki verndað lýðræðið (!) með köldu stríði, erum vér reiðubúnir að heyja heitt stríð ...“ Mr. Dulles var líka augsýnilega á báðum buxunum og fullur lýðræðis- legs athafnavilja. í svarræðu sinni fullvissaði hann áheyrendur um, að „Bandaríkin væru reiðubúin til baráttu gegn kommúnismanum“. Síð- an hélt hann áfram: „Rauðliðar munu missa völdin í Norður-Kóreu ... Þar mun ekki verða slakað til eða gengið inn á neinar sættir ... Þér standið ekki

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.