Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 29
KÓREA í STRÍÐI 147 einber tilviljun, að frá þeim degi færðist árásaráróðurinn stórkostlega í aukana hjá stjórnendum Suður-Kóreu — og verndurum þeirra? En 19. maí byrjar ballið í alvöru með því, að einn af framkvæmda- stjórum Marshallaðstoðarinnar til handa Suður-Kóreu, mr. Johnson, lætur svo um mælt í fjárveitinganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings: „í her Suður-Kóreu hafa nú um 100 þús. hermenn og liðsforingjar, útbúnir og þjálfaðir af bandarískum hernaðarerindrekum, lokið undir- búningi sínum og eru tilbúnir að hefja stríðið, hvenær sem vera skal.“ Og 5. júní gat að lesa í New York Herald Tribune eftirfarandi ummæli hins bandaríska hæstráðanda í Suður-Kóreu, Roberts hers- höfðingja: „Það eru 13 eða 14 Bandaríkjamenn i hverri suðurkóreskri herdeild. Þeir vinna með kóresku liðsforingjunum. Þeir dveljast með þeim við víglínuna — 38. breiddarbaug . . . þola súrt og sætt með þeim, bæði við hernaðaraðgerðir og í hvíldartímunum.“ í fullu samræmi við þetta talaði hermálaráðherra Suður-Kóreu, Sin Sen Mo, í blaðamannaveizlu í Seoul hinn 6. júní, um „hið óvenjulega ástand“, sem gerði enn frekari bandaríska aðstoð nauðsynlega. Hann blés sig upp og kvaðst hafa til athugunar spurninguna „urn að gefa út skipun um almenna herkvaðningu“. Nokkrum dögum síðar fékk höfuðborg Japana, Tokio, heimsókn nokkurra mikils háttar gesta. Þangað voru nú komnir hermálaráðherra Bandaríkjanna, mr. Johnson, forseti herráðsins bandariska, Omar Bradley, og ritari í ríkisráðuneytinu, John Foster Dulles. Sá síðast nefndi brá sér frá Tokio til Seoul, og 19. júní leiddi Syngman Rhee hinn tigna gest fram fyrir hið nýkjörna þjóðþing, sem kallað hafði verið saman af þessu tilefni. Til heiðurs þessum bandaríska gesti ruddi hinn digurmælti forseti úr sér eftirfarandi hraustyrðum: „Getum vér ekki verndað lýðræðið (!) með köldu stríði, erum vér reiðubúnir að heyja heitt stríð ...“ Mr. Dulles var líka augsýnilega á báðum buxunum og fullur lýðræðis- legs athafnavilja. í svarræðu sinni fullvissaði hann áheyrendur um, að „Bandaríkin væru reiðubúin til baráttu gegn kommúnismanum“. Síð- an hélt hann áfram: „Rauðliðar munu missa völdin í Norður-Kóreu ... Þar mun ekki verða slakað til eða gengið inn á neinar sættir ... Þér standið ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.