Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 30
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR einir ... vér munum veita yður stuðning, bæði efnislegan og siðferði- legan.“ í þessari sömu ferð fann mr. Dulles það tímabært að fylgjast með bandarískum og suðurkóreskum liðsforingjum í kurteisisheimsókn til skotgrafanna við 38. breiddarbaug, þar sem her Suður-Kóreumanna hafði þegar tekið sér stöðu. Það var því síður en svo undrunarefni, er fréttaritari svissneska kauphallarblaðsins „Neue Ziiricher Zeitung“ einmitt þessa dagana sendi blaði sínu fréttapistil frá Seoul, þar sem leyst var frá skjóðunni á þessa lund: „Suður-Kóreu skortir mjög stór iðjufyrirtæki, og það hefur því reynzt ógerlegt að sjá fyrir vinnu þó ekki væri nema broti þess at- vinnuleysingjahers, sem er í landinu og mun nú nema um fjórum milljónum. — Hér er enginn hörgull á fólki, er sér lausn erfiðustu vanda- mála ríkisins í hernaðarárás á Norður-Kóreu. Herinn, sem er útbúinn og þrautþjálfaður af Bandaríkjamönnum, telur um það bil 100 þús. manna, auk 50 þús. manna lögregluliðs, og myndi í viðureign við norður-kóreska herinn reynast honum fullkominn ofjarl.“ (N. Z. Z. 20. júní 1950). Til tryggingar gagnvart ritskoðuninni er svo náttúrlega bætt við hinni venjulegu klausu, að það sé Bandaríkjastjórn, sem letji Suður- Kóreumenn stórræðanna og reyni að firra vandræðum. — En var það annars að letja stórræðanna að halda á floti duglausri stjórn, sem við hvert tækifæri opinberaði árásarhug sinn? Var það að firra vandræð- um að birgja upp her þessarar stjórnar, viðlíka árásarsinnaðan og hún var sjálf, að geipilegu magni stríðsgagna og síðan að þjálfa slíkan leiguher — til bardaga? Enn þá eitt merkilegt úrlausnarefni handa lögfræðingnum Hlíðar-Tryggva að brjóta til mergjar — í tómstundum þeim, er kunna að gefast frá styrjaldarrekstrinum í Kóreu. 3 Til eru haugar af skýrslum frá suðurkóreskum liðsforingjum, sem teknir hafa verið til fanga. Þeir bera það einum rómi, að að kvöldi hins 24. júní hafi þeir fengið skipun um að hefja stórsókn gegn norðanmönn- um í bítið næsta morgun. Allar þessar játningar hafa verið að vettugi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.