Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 34
152
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
framleiðslunnar, langfleygi og hraði flugvélanna, eyðileggingarmáttur
atómsprengjunnar — þetta er þeirra hjálpræði og náðarmeðul. Þeim
sést yfir það, sem í rauninni eitt skiptir máli: manninn sjálfan, sem á
að nota tækin, viðbrögð hans, drauma, óskir og andúð — þetta, sem
Hörup gamli eitt sinn nefndi „hinn lifandi varnarmúr fólksins”.
5
Verður árásaraðili sýkn saka, ef árás hans fer út um þúfur og snýst
upp í ósigur? Er það ástæða til sýknunar og sakleysis að hafa ofmetið
sinn eigin styrk?
Sannleikur sögunnar er einn og ódeilanlegur. Það má afskræma
hann eða fela um stundarsakir, og þá iðju stunda nú ýmsar þær stofn-
anir, sem í orði kveðnu hafa tekizt á hendur það skylduverk að leiða
fólkið í allan sannleika. Þeim kafla sögunnar, er um Kóreu fjallar,
megna þó ekki málgögn þessi að umhverfa í lygi. Hin raunsanna saga
Kóreu er þegar skrifuð — af þúsundum fórnarlamba ofbeldis, kúgunar
og svika. Af öllum þeim þúsundum, er gáfu upp öndina í pyndingar-
dýflissum Syngman Rhees, af öllum þeim, er hengdir voru upp í trén
með fram þjóðvegum Suður-Kóreu eða tættir voru sundur af sprengj-
um — made in U. S. A. Af öllum þeim þúsundum, er reknar voru frá
heimilum sínum og enduðu ævina á vegum úti.
Og nýja kafla þessarar raunasögu er stöðugt verið að skrifa — af
sundraðri og þjakaðri þjóð, sem reis upp til varnar og gekk í stríð
fyrir frelsi lands síns. — Sagan býr yfir einum leyndardómi: Þeir, sem
drógu upp fána frelsisbaráttunnar, voru aldrei árásarmenn. Þvert á
móti. Það voru alltaf þeir, sem á var ráðizt, en risu upp gegn ofbeldinu
og óréttinum — til þess að ávinna sér réttinn til að vera frjálsir menn.
Þessi gömlu sannindi eru nú dag hvern að hljóta nýja staðfestingu
í Kóreu. Þar fá engu um breytt árásarákærur og stríðsyfirlýsingar
hinna vestrænu „lýðræðis“-postula.
Á. H. dró saman og endursagði
úr bók höfundarins: Korea KÆMPER.