Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 35
JOHN KEATS: Gríska skrautkerið íú þagnarinnar íálát íósturmær! Þú festarbrúður kyrrðartímans hljóð á rósa-máli rekur sögur þær, sem rista dýpra en skáldsins stuðlaljóð. Hver blómlýst goðsögn bragar um þín snið um bjarta guði eða dalaþjóð, við súlnahof eða aldna skógar-eik? Hví þessar flautur, gáska og gígjuklið? Hvert geysast sveinar þeir og styggu fljóð? Hví þessa elting, flótta og funaleik? Þú gigja hljóð! Hin heyrðu tónamál hrífa mig ei sem mjúku lögin þín, sem heyrast ei, en hljóma djúpt í sál, er huliðstónar þínir vitja mín. Ó, þið sem ör af æsku leikið dátt um eilífð, þar sem síungt laufið skín! Og þú, sem hraðar för á ástafund, hve glaður máttu bera höfuð hátt, því hennar fegurð ljómar alla stund við þinni heitu þrá, sem aldrei dvín.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.