Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 37
HULDA BJARNADÓTTIR: How you can love ... Hún var þungt hugsandi eins og hún hefði gleymt einhverju sem hún þyrfti að muna. Hún gekk hægt, skrefin þung, þó var hún mjög grönn, einhver tregða í göngulaginu eins og fæturnir neituðu að bera hana áfram. Ljósgullinn hárlokkur gægðist framundan skýluklútnum. Kápan hennar var þunn og snjáð. Hún leit á klukkuna, hana vantaði tíu mín- útur í 9, klukkan 9 átti hún að koma, tíu mínútur átti hún eftir, kannski kortér eða tuttugu mínútur ef hún kæmi of seint. Það var áliðið hausts, komin nepja í vindinn, sem læddist eins og ísmeygilegur geigur upp eftir bakinu á fólki. Vindurinn sogaði rykið upp af götunum í hvirflandi hringiðu, sveiflaði því fyrir næsta húshorn þar sem það hvarf út í buskann. Svartur köttur skauzt inn í húsasund, augun í honum lýstu eins og grænar týrur í myrkrinu. „Svartur kött- ur,“ sagði hún við sjálfa sig, boðaði ógæfu — Nú jæja — Hún reyndi að gleyma kettinum, tafði tímann með því að skoða í búðarglugga, gafst upp á því og hélt áfram göngunni. Margir bílar óku eftir götunni ískrandi og flautandi, sterk bílljósin skáru myrkrið eins og glampandi vitar. Fjöldi fólks streymdi fram hjá henni, allir voru á hraðri ferð nema hún. Hún flýtti sér ekki. Fólkið sem hún mætti hafði truflandi áhrif á hana. Hún var að reyna að rifja eitthvað upp, sem hún þurfti nauð- synlega að muna, en gat ekki komið því fyrir sig hvað það var. Það var eins og heilinn væri dofinn, en allt sem bar fyrir augun orkaði á hana. Hún gekk fram hjá stórum trjágarði. Laufið á trjánum var orðið gult, rautt og brúnt, það þyrlaðist framan í hana, skrjáfaði undan fótum hennar og þytur trjánna var eins og skerandi vein. Fullur maður hall- aðist upp að Ijósastaur hinumegin á götunni og sönglaði vísu fyrir munni sér drafandi röddu, strákur kom hjólandi á harða spretti og var nærri búinn að hjóla á fulla manninn, en fulli maðurinn skeytti því engu

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.