Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 41
HOW YOU CAN LOVE ... 159 hvernig það streymdi út frá henni og beið aðeins eftir að það tæki á sig raunverulegar myndir. En ekkert slíkt gerðist. Hún var hissa á því að hann skyldi ekki finna hve hatur hennar var geigvænlegt, en það virtist láta hann óáreitt- ■an. Hann sat þarna brosandi, glansandi og feitur. En það myndi koma að því, ekki í kvöld, ekki á morgun, ekki hinn daginn eða daginn þar á eftir. En það kæmi að því. Það myndi safnast að honum eins og ósýnilegar vofur, sem hann fengi ekkert við ráðið. Það myndi verða hér eftir í stofunni, löngu eftir að hún væri farin, það myndi magnast, það myndi margfaldast eins og frumur sem skiptu sér sífelldlega. Hatrið sjálft var orðið lifandi, það myndi þrengja sér inn í hvern krók og kima, má burtu glansinn af gljáfægðum húsgögnunum, má burtu spikfeitt brosið af andlitinu, þurrka burtu sigurvissu augnanna. Það var hefnd þrælsins. Hún fann til djöfullegrar ánægju og brosti með sjálfri sér. Hann hafði farið inn í aðra stofuna til þess að sækja eitthvað, kom nú og settist hjá henni, greip um aðra hönd hennar og fór að hamast við að kyssa hana á handarbakið. Hún fann blautar varir hans við hörund sitt og það setti að henni viðbjóð. Hún var hissa á því að hann skyldi ekki brenna sig. Hún starði á rauðan svírann á honum, hún var svo upptekin af að hugsa um hvernig hún myndi skera hann á háls ef hún hefði beittan hníf, þarna rétt fyrir neðan hársvörðinn í rauðu bóluna, hægt og bítandi, að hún mundaði ósjálfrátt höndina eins og hún héldi á hnífnum og starði galopnum augum með samanbitnar varir á bólu á hálsinum á honum. Þarna beint í rauðu bóluna. í sömu andrá leit hann upp, sigurglottið hvarf sem snöggvast af andliti hans. Hann stóð upp. „Hvað er að þér, manneskja, því starirðu svona á mig?“ Það kenndi ótta í röddinni. Hún féll aftur á bak í sóffann lömuð af þeim hugsunum sem ásóttu hana. „Ég var að hugsa um — nei, ég var ekki að hugsa um neitt, jú annars ég var að hugsa um hvort atómsprengjan ætti eftir að eyða mannkyninu.“ Röddin var hás, síðustu orðin enduðu í hvísli. Honum létti, varð þó dálítið undrandi, góndi upp í loftið eins og hann væri að velta einhverju fyrir sér, reykti, velti vindlinum milli handanna, gretti sig, drakk út úr glasinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.