Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 42
160 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK „Hvað kvenfólki getur dottið í hug.“ Hann hristi höfuðið, svo sagði hann smeðjulega: „Svona mega litlar stúlkur ekki hugsa, litlar stúlkur mega ekki vera að brjóta litla kollinn sinn um svo leiðinlega hluti. Vi.ð skulum fá okkur músík, það léttir skapið.“ „Mér væri sama,“ sagði hún þrákelknislega. „Ha, hvað?“ „Mér væri sama,“ sagði hún aftur. Hann gafst upp á að svara henni, setti plötu á grammófóninnr 0, Jhonny, 0 Jhonny, how you can love, glumdi um stofuna. Hann stóð boginn yfir grammófóninum og leitaði að plötum. Hún sat í sóffanum hreyfingarlaus, augnablik fannst henni það ekki vera hún sjálf sem sæti hér, heldur einhver allt önnur manneskja. Hún rétti höndina út eftir glasinu sínu; um leið og hún bar það upp að vör- unum varð henni litið á milli glugganna og fór allt í einu að skjálfa- Glasið hristist í hendi hennar, og vínið skvettist ofan á kjólinn hennar- Hún starði frá sér numin á rósir, dimmrauðar rósir sem voru í blómst- urvasa á smáborði milli glugganna. Hún náfölnaði og varð þurr í kverkunum. „Burt með þær,“ æpti hún upp yfir sig, og skildi um leið ekkert í sjálfri sér, orðin voru komin fram á varir hennar áður en hún vissi af- Hann sneri sér við forviða, og varð svo mikið um að grammófón- platan sem hann hélt á í hendinni datt á gólfið og brotnaði. „Hvað er að, hvað gengur á?“ „Burt með þær,“ sagði hún lágt. „Þær? Hverjar?“ „Rósirnar, taktu þær burt.“ „Hvað? Þykir þér ekki rósir fallegar?“ „Nei, ég hata blóm.“ Hún gat varla stunið upp orðunum, svitinn spratt fram á enni hennar. Hann sperrti brýrnar, varð hugsi, gremjusvipur kom á andlitið, svo tók hann blómin og bar þau burt. Hún tók vasaklút upp úr töskunni sinni, þurrkaði af kjólnum sínum, þurrkaði sér um andlitið og reyndi að jafna sig, hellti víni í glasið sitt og drakk það í einum teyg. Þegar hann kom aftur inn í stofuna var hún orðin róleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.