Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 43
HOW YOU CAN LOVE ... 161 „Svona, nú vona ég þú verðir ekki með meiri vitleysu,11 sagði hann valdsmannslega. „Hvað gengur eiginlega að þér?“ „Eg veit það ekki, ekkert.“ „Það væri synd að segja að þú værir skemmtileg.“ „Ha? Nei.“ Hann varð íhugull á svipinn, svo var eins og hann sæi eftir því að hafa verið svona byrstur. „Svona nú, væna mín, við skulum reyna að hafa það svolítið skemmtilegt. Það veitir ekki af að kvikka þig upp, ungum stúlkum má ekki leiðast, ungar stúlkur eiga að skemmta sér. Komdu, við skulum dansa.“ Hann þreif hana upp úr sætinu, hún lét viljalaust undan, og þau fóru að dansa. Hann kleip hana dálítið hér og þar, hallaði höfðinu upp að vanga hennar, tvísté með hana fram og aftur um gólfið og sigur- visst brosið á andlitinu var orðið enn breiðara en áður. Þegar lagið var á enda leiddi hann hana til sætis, settist hjá henni, þuklaði á henni allri. Hann hneppti frá henni treyjunni, greip utan um brjóst hennar hvít og mjúk með loðnum hramminum, þau krympuðu sig saman undan átaki hans. Hún fann vínsmitandi andlit hans koma nær og nær. „Villidýr,“ hugsaði hún og beið þess að hann læsti í hana tönnunum og rifi hana á hol. 0 Jhonny, 0 Jhonny, how you can love ... Hún gekk þaðan burt fáum stundum síðar. Kápan flaksaðist frá henni, hún hafði gleymt að binda á sig skýluklútinn og hárið hékk ofan í augu. Vindurinn lamdi hana í andlitið, en hún fann ekki til þess, kul haustsins snerti hana ekki. Henni var alveg sama. Hún leit í áttina til hússins, hún hafði lokið erindinu. Aldrei myndi hún bíða þess bætur, aldrei myndi hún verða söm og áður. Hatur heimsins hafði tekið sér bólfestu í brjósti hennar um aldur og ævi. Brotin trjágrein vafðist að fótum hennar og reif hana til blóðs, hún sá blóðið vætla úr sárinu, en fann ekki til sársauka. Þá allt í einu mundi hún það, sem hún hafði verið að rifja upp fyrir sér allt kvöldið: að kaupa rauðar rósir á morgun og láta hjá honum. Rósirnar sem hún hafði látið standa hjá líkinu voru farnar að fölna. Hann hafði unnað blómum og rósir voru eftirlætis blóm hans. — En hún var hætt við að kaupa þær, aldrei framar myndi hún kaupa rósir. Hann yrði að fyrirgefa henni það. Tímarít Máls og menningar, 2. h. 1951 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.