Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 45
ÞRJÚ KVÆÐI Ég á líf mitt í forsjá myrkurs, ég er fangi, eins og fugl flýg ég til þín sem dulbúin hugsun. Hjarta þitt og fjöregg hamingju minnar liggur í loðinni svartri hönd og skurnið er veikt. ÚTTEKT MÍN Ó, jörð, ó, mold, plægður akur þinn hrópar til mín, en einungis geislar vorsólarinnar renna í gegnum fingur mína. Ó, mold, ó, akur lífs. Ég er fátækur. Kref mig ekki meira gjalds til lúkningar skulda minna. Eg hef fyrir löngu gefið meir en ég átti. Ó, líf, innheimtumaður við dyr mínar með reikning frá dauðanum, öll úttekt mín var hamingja. 163

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.