Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 46
SÉRA EIRÍKUR HELGASON: Kirkjan og þjóðfélagsmálin Eríndi jlutt á fundi félagsins Brœðralags 5. des. 1949 Það er ekki langt liðið á ævi hvers manns, þegar hann kemur auga á það, að mis- skipt er lífskjörum manna og högum. Og þá vaknar um leið, fyrir mörgum, vitundin um að hér sé um ranglæti að ræða. Þeir sem finna sig hafa hinn stærri hlutann, sætta sig að vísu oftast við það, og vilja jafnvel ekki nauðungarlaust sleppa honum úr hendi, en hinir, sem finna að þeir bera skarðan hlut frá borði, munu oftast leita einhverra ráða til að gera hlut sinn betri. Ég ætla mér ekki hér að rekja heildarsögu þessarar baráttu, hún hefur nú staðið um þúsundir ára, og óvíða sér fyrir enda henn- ar enn. Svo sem heiti þessa erindis segir til um, þá er það aðeins á afmörkuðu sviði sem ég vil gera þessa baráttu og viðhorfin til hennar að umtalsefni, og verð ég þá að byrja á því að drepa nokkuð á afstöðu ritningarinnar til þessara mála, og verð ég þó þar að láta mér nægja að minna á fátt eitt, því að bókin sú hefur margt um þessi mál að segja. Við vitum nú það, að þeir sem lítil kynni hafa af ritningunni, ímynda sér oft, að hún fjalli einungis um trúmál, tali aðeins um afstöðuna milli Guðs og manns, og auðvitað fjallar hún mjög um þau mál. En allir þeir sem hér eru staddir nú, vita það vel að hún er ekki einskorðuð við það svið eitt. Við vitum að viðfangsefni hennar er einnig það, hvemig sambúð mannanna eigi að vera. Þegar í sögunni um Kain og Abel er sett fram þessi sígilda spuming hinnar köldu og hispurslausu eigingirni: „Á ég að gæta bróður míns?“ Og svarið er það, að réttlát refsing er boðuð þeim sem afls neytir gegn bróður sínum. í flestum bókum ritningarinnar er meira og minna um þessi mál fjallað, en hvað Gamlatestamentið snertir, þá eru það þó einkum spámennirnir sem taka þau föstum tökum og gera þau að því stórmáli sem vera ber. Ég skal fara fljótt yfir sögu, en þó langar mig til að rifja hér upp fáein af orðum spámannanna um þessi efni. Hósea segir (5, 10—12): „Höfðingjar Júda eru líkir þeim sem færa landamerki úr stað, yfir þá vil ég úthella reiði minni eins og vatni. í Efraim er rétturinn of- ríki borinn og fótum troðinn.“ Amos segir m. a. (8, 4—6): „Heyrið þetta þér sem sundur merjið hina fátæku og ætlið að gjöra út af við alla aumingja í landinu ... sem minnkið mælinn og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.