Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 64
182
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
rækt — þá skyldi ekki setja ræktunarstöð fyrir ungar plöntur í mjög frjósaman
jarðveg.
„Ég veiti því athygli snemma í starfi mínu sem garðyrkjumaður, að ungar kyn-
blandaðar plöntur, sem ræktaðar voru í frjósömum jarðvegi, stóðust miklu verr hið
nýja loftslag en sömu jurtir sem sáð var í áburðarlausa og sendna jörð.
Ef ala á upp kynblendinga eða nýjar tegundir er því venjulega betra að sá fræj-
unum í frekar magurt land og sá þeim þétt, líka þótt um kynblendinga af ræktuðum
tegundum sé að ræða. Það er sem sagt reynsluatriði, að uppeldisstöð fyrir
ungar jurtir skyldi ekki setja í frjósama og velræktaða jörð — en á frekar mag-
urt land með miðlungs rakamagni, en umfram allt á stað sem er í skjóli fyrir vind-
um og morgunsól. Það er því betra að sá fræjunum á staði þar sem hallar mót
vestri, en ekki mót austi eða suðri.“
Mitsjúrin hóf starf sitt sem brautryðjandi í vísindalegri garðyrkju í Rússlandi
um það leyti sem rússneska auðvaldsskipulagið var að rísa, en lénsskipulagið að
líða undir lok. Leifar bændaánauðarinnar voru ekki með öllu horfnar. Garðyrkjan
í Mið-Rússlandi, þar sem Mitsjúrin starfaði, var þá á mjög lágu stigi, engar fram-
farir höfðu orðið frá ómunatíð, aðeins voru ræktaðar fáeinar tegundir af algeng-
ustu ávöxtum, svo sem eplum, perum, plómum og súrum kirsiberjum. Ávextir eins
og sæt kirsiber, ferskjur og vínþrúgur sáust aðeins í heitum gróðurhúsum á stöku
stað, en ekki þekktist að rækta þessar tegundir undir berum himni. Árlega voru
fluttir inn ávextir frá suðurhéruðum Rússlands og frá útlöndum fyrir háar upp-
hæðir.
Þau höfuðverkefni sem Mitsjúrin setti sér með starfi sínu má telja þessi fjögur:
1) að endurbæta þær tegundir aldintrjáa sem fyrir voru.
2) að færa takmörkin fyrir ræktun hinna ýmsu aldintrjáa eins langt norður á
bóginn og mögulegt væri.
3) að breyta í ræktaðar aldin-jurtir með ætum ávöxtum þeim villtu frostþolnu
tegundum, sem vaxa í Rússlandi og bera ávöxt árlega, svo sem reynir, hafþyrnir og
fuglakirsiber.
4) að skapa algerlega nýjar tegundir aldintrjáa og runna, sem fuRnægðu að
verulegu leyti fyrirfram gerðum kröfum ræktandans.
Áratugum saman starfaði Mitsjúrin að endurbótum á ávaxtaræktinni og með
ótrúlega miklum árangri, t. d. framleiddi hann meir en 300 ný afbrigði af aldin-
trjám og berjarunnum. Allt þar til bolsévíkar komust til valda í Rússlandi starf-
aði hann án aðstoðar hins opinbera og án .viðurkenningar og skilnings, enda þótt
starf hans hefði ómetanlega þýðingu fyrir landbúnað Rússlands.
Þegar Mitsjúrin gerði upp 40 ára starf sitt í ritgerð sem hann skrifaði árið
1914 lýsir hann árangurslausum tilraunum sínum til að fá stuðning yfirvaldanna,
svo að starf hans og reynsla mætti koma að sem beztum notum.
Honum er þungt í skapi, finnst hann hafi hálfvegis unnið fyrir gýg, hann á í
fjárliagserfiðleikum og heilsan er biluð. Þó hafði landbúnaðarráðuneyti Banda-
ríkjanna á árunum 1911—1913 hvað eftir annað boðið honum að flytjast til Ame-
ríku, þar sem honum yrðu veitt þau starfsskilyrði er hann óskaði, einnig var hon-