Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 66
SVERRIR KRISTJÁNSSON: Annáll erlendra tíðinda 1951 Marz—apríl Breyting á kosningalögum Frakklands Orlög borgaralegs lýðræðis virðast ætla að vera þau að verða sjálfs sín höfuð- bani. í hálfan fimmta mánuð hafa tvær franskar ríkisstjórnir reynt án afláts að merja í gegnum franska þingið breytingar á kosningalögunum í þeim yfirlýsta tilgangi einum að afnema hlutfallskosningar, er nálgast það hámark stjórnmála- legs réttlætis, sem auðið er að ná í borgaralegu þjóðfélagi. Svo sem vænta mátti er þessi ofsókn gegn hlutfallskosningum einn þáttur í „baráttunni gegn kommún- ismanum“. René Pleven, fyrrum forsætisráðherra, sagði svo í ræðu í franska þing- inu í lok febrúar síðastl.: „Ef vér höfum hlutfallskosningar munu kommúnistar koma fjölmennari inn í þenna sal en fyrir kosningar." Hlutfallskosningar voru lögleiddar á Frakklandi árið 1946, meðan lýðræðishug- sjónin var enn lifandi eftir hörmungar hemámsáranna. Á grundvelli þessa kosn- ingaskipulags varð kommúnistaflokkurinn einn stærsti flokkur þingsins, enda höfðu um 6 milljónir franskra kjósenda gefið honum atkvæði sín. Áukakosningar, sem síðan hafa farið fram í Frakklandi, hafa sýnt geysilega fylgisaukningu komm- únistaflokksins, og hefur flokkurinn víða náð algerum meirihluta í bæjar- og sveitarfélögum. Að réttum lögum eiga kosningar að fara fram til franska þingsins í júnímánuði næstkomandi, en ef kosningalögunum verður breytt munu þing- kosningar dragast fram á haust. Franska borgarastéttin og franska afturhaldið hræðast ekkert eins og kosningar á grundvelli hlutfalls, því að þær mundu færa kommúnismanum stórpólitískan sigur á Frakklandi. Slíkur sigur mundi hafa ófyrirsjáanleg áhrif um alla Evrópu, að minnsta kosti, og því er nú unnið að því öllum árum að afnema hlutfallskosningar, skera á sinar lýðræðisins og skerða þingveldi þess flokks, er verkamenn og vinnandi alþýða Frakklands hafa kjörið sér að fulltrúa. Það er opinbert leyndarmál, að Bandaríkjastjóm hefur nú um langa stund leg- ið í ríkisstjómum Frakklands og nauðað á þeim að breyta kosningalögunum á þá lund, að máttur kommúnistaflokksins yrði ekki alltof auðsær á þingbekkjunum. Á sama hátt og Bandaríkin fengu flæmt franska kommúnista út úr samfylkingar- stjóminni, reyna þau nú að svipta þá pólitískum réttindum. En þess skal þó get- ið, að höfundur hins nýja kosningalagafrumvarps er sósíaldemókratinn Guy Mollet, einn af fremstu þingmönnum síns flokks, og varaforsætisráðherra í núver-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.