Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 66
SVERRIR KRISTJÁNSSON: Annáll erlendra tíðinda 1951 Marz—apríl Breyting á kosningalögum Frakklands Orlög borgaralegs lýðræðis virðast ætla að vera þau að verða sjálfs sín höfuð- bani. í hálfan fimmta mánuð hafa tvær franskar ríkisstjórnir reynt án afláts að merja í gegnum franska þingið breytingar á kosningalögunum í þeim yfirlýsta tilgangi einum að afnema hlutfallskosningar, er nálgast það hámark stjórnmála- legs réttlætis, sem auðið er að ná í borgaralegu þjóðfélagi. Svo sem vænta mátti er þessi ofsókn gegn hlutfallskosningum einn þáttur í „baráttunni gegn kommún- ismanum“. René Pleven, fyrrum forsætisráðherra, sagði svo í ræðu í franska þing- inu í lok febrúar síðastl.: „Ef vér höfum hlutfallskosningar munu kommúnistar koma fjölmennari inn í þenna sal en fyrir kosningar." Hlutfallskosningar voru lögleiddar á Frakklandi árið 1946, meðan lýðræðishug- sjónin var enn lifandi eftir hörmungar hemámsáranna. Á grundvelli þessa kosn- ingaskipulags varð kommúnistaflokkurinn einn stærsti flokkur þingsins, enda höfðu um 6 milljónir franskra kjósenda gefið honum atkvæði sín. Áukakosningar, sem síðan hafa farið fram í Frakklandi, hafa sýnt geysilega fylgisaukningu komm- únistaflokksins, og hefur flokkurinn víða náð algerum meirihluta í bæjar- og sveitarfélögum. Að réttum lögum eiga kosningar að fara fram til franska þingsins í júnímánuði næstkomandi, en ef kosningalögunum verður breytt munu þing- kosningar dragast fram á haust. Franska borgarastéttin og franska afturhaldið hræðast ekkert eins og kosningar á grundvelli hlutfalls, því að þær mundu færa kommúnismanum stórpólitískan sigur á Frakklandi. Slíkur sigur mundi hafa ófyrirsjáanleg áhrif um alla Evrópu, að minnsta kosti, og því er nú unnið að því öllum árum að afnema hlutfallskosningar, skera á sinar lýðræðisins og skerða þingveldi þess flokks, er verkamenn og vinnandi alþýða Frakklands hafa kjörið sér að fulltrúa. Það er opinbert leyndarmál, að Bandaríkjastjóm hefur nú um langa stund leg- ið í ríkisstjómum Frakklands og nauðað á þeim að breyta kosningalögunum á þá lund, að máttur kommúnistaflokksins yrði ekki alltof auðsær á þingbekkjunum. Á sama hátt og Bandaríkin fengu flæmt franska kommúnista út úr samfylkingar- stjóminni, reyna þau nú að svipta þá pólitískum réttindum. En þess skal þó get- ið, að höfundur hins nýja kosningalagafrumvarps er sósíaldemókratinn Guy Mollet, einn af fremstu þingmönnum síns flokks, og varaforsætisráðherra í núver-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.